Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 72
©
Eftir Kar de Mumma.
LANGT inni í víkinni stend-
ur litla kirkjan, hvít os: fal-
leg, eins og kirkjurnar á jóla-
markaðinum á Stóratorgi. Það
er náttúrlega ekki frumlegt að
segja, að hún sé umkringd
skuggasælu laufþykkni og að
hún spegli sig í vatninu á logn-
kyrrum sumarkvöldum, en lield-
ur ekki ástæða til að þegja yfir
því. Barnunginn, sem eitt kvöld
fékk að vera úti fram í rökk-
ur, sperrti upp stóru augun sín
og sagðist sjá tvær kirkjur. Við
hin hugsuðum: þegar einni of
mikið, þar eð fólk er að mestu
hætt að sækja kirkju. Veslings
presturinn mætir í kirkjunni
sunnudag eftir sunnudag og
messar yfir þrem sálum. Þessir
kirkjugestir eru komnir svo til
ára sinna, að borin von er að
þeir fylgjast með því sem hann
segir. Þó að hann læsi upp úr-
slit í síðustu leikviku getrauna,
myndu þeir spenna greipar og
hverfa á brott sælir og ánægðir.
En sem betur fer hefur prest-
urinn aldrei fallið í þá freistni
að víkja frá pistli dagsins. Hann
les guðs orð í auðmýkt og eftir
beztu getu. Og svo dittar hann
að viðarskúrnum sínum, leggur
netin sín og er að öðru leyti
eins og annað fólk.
Höfundur þessa sögubrots, dæmi-
sögu mætti kannski kalla það, er einn
allra vinsælasti smáleturshöfundur
(kásör) í hópi sænskra blaðamanna.
Hann valdi þessa sögu sjálfur, þegar
sænska vikublaðið „Vi" bað hann
að velja ei'tthvað eftir sig til birt-
ingar í jólablaðinu. Skem.mtiþættir
hans birtist að staðaldri i Svenska,
Dagbladet.
Kirkjan er vel á sig komin,
því að nýlega var gert við hana
fyrir fimmtíu þúsund krónur,
sem fengust úr kirkjusjóði rík-
isins. Og síðan kom sjálfur bisk-
upinn í vísitasíu og sá að allt
var eins og það átti að vera.
Og allir höfðu fengið sitt, arkí-
tektinn, sem gerði teikningarn-
ar, byggingameistarinn sem ann-
aðist endurbygginguna, múr-
arinn sem sá um múrverkið,
málarinn sem málaði og kaup-
maðurinn sem seldi naglana.
Og hreppurinn fékk sitt, því að
flestir þeir, sem unnu að smíð-
inni áttu heima í hreppnum og
þurftu að greiða honum skatta
af tekjum sínum. Presturinn var
líka ánægður. Hann hafði átt
frumkvæðið að endurbygging-
unni og gat gert sér von um
að vera fluttur í aðra og betri