Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 73
LITLA SVEITAKIRKJAN
71.
sókn nær borginni. Það er því
ekki hægt að segja annað en
að litla kirkjan væri mörgum
til gleði. Hið eina sem skyggði
á, var, að guðs orð skyldi ekki
iaða að fleiri kirkjugesti.
Kannski hefði gengið betur, ef
boðið hefði verið upp á kaffi
með kökum, eins og í fríkirkju-
söfnuðinum. Hmandi kaffi með
nýbökuðum bollum hefur meira
aðdráttarafl en kirkja, jafnvel
þó að hún sé nýendurbyggð. Það
hefði átt að nota hluta af fram-
lagi kirkjusjóðs til þess, þá hefði
bakarinn einnig fengið sitt.
Á hverjum laugardegi og
sunnudegi mátti heyra kirkju-
klukkurnar hringja. Tónn þeirra
var grannur en fallegur og vakti
guðrækilegar hugsanir, og var
söfnuðinum til áminningar, að
minnsta kosti um endurbygging-
una. En Sjöberg gamli, hringj-
arinn, var orðinn hrumur og átti
erfitt með að komast upp í turn-
inn. Og svo vildi hann fá hærri
laun, eins og allir aðrir.
Það var haldinn sóknarnefnd-
arfundur hjá kaupmanninum,
sem kom með þá tillögu, að
yngri maður skykli ráðinn sem
hringjari. Málarinn bað um orð-
ið og sagði að unga fólkið hefði
um svo margt annað að hugsa.
— Á laugardögum eru pilt-
arnir úti með stúlkunum sínum
og á sunnudögum veit maður
aldrei hvenær þeir vakna.
— Já, og strákurinn minn er
búinn að fá sér boga, sagði fiski-
maðurinn, svo að hann hefur
ekki tíma til að hringja kirkju-
klukkunum.
Þá kom hreppstjórinn með
góða uppástungu: það kvað vera
hægt að koma fyrir rafmagns-
hringingu. Maður þrýstir bara
á hnapp heima hjá sér og þá
hringja kirkjuklukkurnar.
— Ekki ósvipað þjófabjöllu,
sagði fiskimaðurinn. En það var
ekki skráð í fundargerðarbók-
ina.
Rafmagnsklukknahringingin
kostaði mörg hundruð krónur.
En menn hugguðu sig við, að
þetta væri stofnkostnaður. Auk
þess þyrfti nú ekki lengur að
ganga á eftir Sjöberg gamla.
Og það var ákveðið að málar-
inn skyldi þrýsta á hnappinn,
honum var bezt treystandi og'
hann bjó næst kirkjunni.
Málarinn þrýsti á hnappinn
og klukkurnar hringdu, laugar-
dag og sunnudag árið um kring.
Já, og einu sinni kom það fyr-
ir, að hinn granni tónn þeirra
heyrðist snemma á þriðjudags-
morgni. Þann dag var málarinn
ekki eins áreiðanlegur og endra-
nær og fiskimaðurinn hafði ver-
iðhjá honum með slatta í flösku.
Hringingin liafði verið merki til
kaupmannsins um að koma með
meira.
Dag nokkurn dó einn hinna
þriggja föstu kirkjugesta, og
hinir tveir voru nú orðnir svo
gamlir, að kirkjusókn þeirra
gerðist æ strjálari.
— Þetta er sorglegt ástand,
sagði hreppstjórinn, eftir að