Úrval - 01.02.1955, Side 74
72
ÍTRVAL
kirkjan hefur nú verið endur-
byggð og sett í hana rafmagns-
hringmg.
Það var haldinn annar sókn-
arnefndarfundur hjá kaup-
manninum, sem tók í sig kjark
og sagði umbúðalaust:
— Hvað eigum við að gera
með prest, þegar allir eru hættir
að sækja kirkju?
— Það fæst and........ eng-
inn til að koma í kirkju síðan
biskupinn þarna skrifaði nafn-
lausu bréfin, sagði fiskimaður-
inn. En það var ekki skráð í
fundargerðarbókina.
Presturinn sat þögull og álút-
ur og hugsaði um konu sína og
börn. En svo spennti hann von-
glaður greipar og sagði:
— Guð sér fyrir sínum.
Sóknarnefndarmennirnir kink-
uðu kolli, það yrði léttir fyrir
hreppssjóðinn. Og svo kom
hreppstjórinn með ágæta til-
lögu:
— Prédikanir og annað því-
umlíkt er sjálfsagt hægt að tala
inn á plötur, sagði hann. Og
svo er hægt að spila þær 1 gegn-
um hátalara. Það gera þeir hjá
útvarpinu, og þá ættum við eins
að geta gert það í kirkjunni.
Maður þrýstir bara á hnapp
heima hjá sér og svo er pré-
dikað í kirkjunni milli klukk-
an ellefu og eitt á hverjum
sunnudegi.
En ræðurnar, hver á að tala
þær inn á plöturnar? spurði mál-
arinn, sem datt í hug að hann
ætti að krefjast meiri greiðslu,
ef hann þyrfti að þrýsta á tvo
hnappa. Það yrði helmingi meira
verk, ef svo mætti segja.
— Það skal ég gjarnan gera,
sagði presturinn. Eg get talað
inn nokkrar ræður, sem hægt
yrði að spila til skiptis. Ég held
ekki að það yrði svo dýrt.
— Nei, og auk þess yrði það
bara stofnkostnaður eins
og rafmagnshringingin, sagði
hreppstjórinn.
Og svo kom sunnudagur og
það var messað. En enginn
hringjari fór upp í turninn til
að hringja til tíða og vekja menn
til guðhræðslu, en klukkurnar
sendu frá sér jafnfagra tóna og
endranær. Ekki var heldur
neinn prestur í kirkjunni og eng-
inn söfnuður, en samt var pré-
dikun flutt eins og venjulega.
Kirkjugluggarnir voru opnir og
guðs orð náði út til allra litlu
grafreitanna, þar sem blómin
uxu villt og nöfnin á legstein-
unum máðust af fyrir áhrif sól-
ar og saltra vinda.
Málarinn hafði þrýst á báða
hnappana áður en hann sneri
sér á legubekknum og sofnaði
aftur. Og litla, nýendurbyggða
kirkjan flutti messu sína — ein
með guði.
□---D