Úrval - 01.02.1955, Síða 79
SEXTÁN FYRIR BORÐ
77
arbátnum var hræðileg. Lekinn
var mikill og þurfti að standa
við stöðugan austur. Dagsbirtan
var til lítils léttis, því að nú tók
að rigna og hvessa. Sjórinn í
bátnum hækkaði og jók á skelf-
ingu farþeganna. Rhodes kall-
aði til Alexanders Holmes, eins
skipverja, og þeir töluðustu við
í hljóði. Holmes var þrekmenni
og frábær sjómaður. Hann var
einbeittur og æðrulaus í hverri
raun.
Farþegarnir horfðu kvíðafull-
ir á hljóðskraf þeirra. Þeir höfðu
getið sér til um merkingu hins
orðfáa samtals skipstjórans og
stýrimannsins um morguninn.
Holmes kinkaði kolli við orðum
Rhodes. Hann kallaði til James
Murray, þeldökks sjómanns, er
einnig var mikið þrekmenni, og
þeir hvísluðust á. Svo heyrðu
f arþegarnir Holmes segja:
„Komdu, þetta verður að ger-
ast.“
Sjómennirnir tveir þokuðu sér
í áttina til Owens Riley, eins
farþegans, sem lá frammi í
stafni. Holmes sagði honum að
standa upp. Riley hörfaði undan
og greip í þóftu. „Hjálpaðu mér,
ísabella," kallaði hann til frú
Edgar, annars farþega, ,,í guðs-
bænum segðu þeim að þyrma lífi
mínu!“ Konan svaraði ekki.
Maðurinn ákallaði fleiri um
hjálp, en enginn svaraði. Holmes
og Murray gripu Riley, losuðu
um tak hans á þóftunni og
drógu hann á fætur. Nærri lá
að sviftingar mannanna hvolfdu
bátnum. Loks hóf Holmes hann
á loft og kastaði honum fyrir
borð. Óp Rileys og skvampið
þegar hann skall í sjóinn, bland-
aðist hljóðum farþeganna. Svo
hvarf maðurinn í djúpið.
Næst kom röðin að George
Duffee. Þeir félagar gripu hann.
,,Ég á konu og þrjú börn,“ sagði
hann í bænarróm. „Hlífið mér
þeirra vegna.“
En Holmes var harður eins
og steinn og sagði rólega: „Það
er ekki til neins, Duffee — þér
verðið að fara líka.“ Aftur kom
til sviftinga, það var æpt og
konur grétu. Svo varð aftur
hljótt.
Næst kom röðin að James
McAvoy, en hann baðst ekki
griða. Hann sagði rólegur: „Gef-
ið mér aðeins fimm mínútur til
að biðjast fyrir.“ Að lokinni
bæninni ljrfti hann höfðinu og
sagði: „Ég er reiðubúinn.“
Holmes tók hann upp og varp-
aði honum fyrir borð.
Meðan þessu fór fram hafði
Rhodes setið aftur í skut og
starað fram fyrir sig. Holmes
leit nú spyrjandi til hans eins
og hann vænti frekari fyrir-
skipana. Þegar þær bárust ekki,
lagði hann hendur á James
Black, annan farþega. En þá
kallaði Rhodes: „Láttu hann
kyrran; það má ekki aðskilja
hjón.“
Holmes sleppti Black, en greip
í handlegg Franks Askins, sem
sat í miðjum bátnum ásamt
systrum sínum, Mary og Allen.