Úrval - 01.02.1955, Side 83
BLÓÐIÐ SBGIR TIL
81
einnig gefið til kynna leynda
ígerð, t. d. við tönn, í kjálka
eða ennisholum, í brjósti eða
kviðarholi. Hátt sökk fylgir
einnig æðastíflu í hjarta.
Langflestum alvarlegum sjúk-
dómum fylgir hátt sökk. En
fárra millímetra hækkun þarf
ekki að valda áhyggjum. Það
er skyndileg og mikil sökkhækk-
un, sem læknirinn lítur alvar-
legum augum.
Oft verða sökkpróf til þess
að firra sjúkling kvíða. Talið er
að nærri helmingur þeirra, sem
leita til læknis þjáist af tauga-
veiklun eða starfrænum sjúk-
dómum; þar er ekki um sjúk-
dóm í líffæri að ræða, enda er
sökk slíkra sjúklinga nærri allt
af eðlilegt.
Þó að hátt sökk sé ótvírætt
viðvörunarmerki, er eitt slíkt
próf engan veginn fullnægjandi.
Það er samanburður á mörgum
prófum, gerðum með nokkru
millibili, sem gefur þeim gildi.
Mestu máli getur skipt, hvort
sökkið er að hœkka eða lækka.
Maður er t. d. veikur af
lungnabólgu. Sökk hans er
geysihátt — 100 mm á klst.
Stórir penisillínskammtar vinna
bug á lungnabólgunni. Sökkið
hrapar niður í 10 mm. En er
maðurinn úr allri hættu ? Við
næsta próf er sökkið komið upp
í 50 mm. Það er ótvíræð aðvör-
un! Það getur verið fyrirboði
fylgikvilla, t. d. ígerðar í lunga.
Læknirinn getur þá kæft slíka
fylgikvilla í fæðingunni með því
að halda áfram penisillíngjöf
þangað til sökkið er orðið eðli-
legt og stöðugt.
Sökkprófið er mjög mikilvægt
fyrir gigtarsjúklinga. Vakalyfin
ACTH og cortison geta á undra-
skömmum tíma eytt bólgu í lið-
um, stirðleik og kvölum; og
samtímis lækka þau sökkið —
t. d. úr 35 mm í 10 mm á tólf
dögum. Lyfjagjöfinni er þá
hætt. En vakalyfin hafa ekki
læknað sjúkdóminn, aðeins
hrakið hann í felur. Og hér er
það þá sem sökkprófið getur
orðið að miklu liði. Löngu áður
en sjúklingurinn fer að fá eymsli
aftur, segir hækkandi sökk til
um, að afturkast sé í aðsigi.
Læknirinn getur þá tekið til
sinna ráða og kæft það í fæð-
ingunni.
Sökkpróf er ekki hægt að nota
til að finna krabbamein. En þeg-
ar sökkið er hátt og ekki ljóst
hver orsökin er, athugar hygg-
inn læknir hvort einhversstaðar
kunni að leynast illkynjað æxli.
„Hygginn læknir gefur ekki úr-
skurð sinn,“ segir dr. Walter C.
Alvarez í Modern Medicine,
„fyrr en hann hefur mælt sökk-
ið. Ef það er t. d. 100 mm án
þess að fundin verði nokkur
merki sýkingar, þá leitar hann
eftir hvort ekki leynist einhvers-
staðar krabbamein."
Hvað veldur því, að rauðu
blóðkornin setjast fljótt til
næstum alltaf þegar um alvar-
legan líffærasjúkdóm er að
ræða ? Hin eiginlega kemiska or-