Úrval - 01.02.1955, Síða 83

Úrval - 01.02.1955, Síða 83
BLÓÐIÐ SBGIR TIL 81 einnig gefið til kynna leynda ígerð, t. d. við tönn, í kjálka eða ennisholum, í brjósti eða kviðarholi. Hátt sökk fylgir einnig æðastíflu í hjarta. Langflestum alvarlegum sjúk- dómum fylgir hátt sökk. En fárra millímetra hækkun þarf ekki að valda áhyggjum. Það er skyndileg og mikil sökkhækk- un, sem læknirinn lítur alvar- legum augum. Oft verða sökkpróf til þess að firra sjúkling kvíða. Talið er að nærri helmingur þeirra, sem leita til læknis þjáist af tauga- veiklun eða starfrænum sjúk- dómum; þar er ekki um sjúk- dóm í líffæri að ræða, enda er sökk slíkra sjúklinga nærri allt af eðlilegt. Þó að hátt sökk sé ótvírætt viðvörunarmerki, er eitt slíkt próf engan veginn fullnægjandi. Það er samanburður á mörgum prófum, gerðum með nokkru millibili, sem gefur þeim gildi. Mestu máli getur skipt, hvort sökkið er að hœkka eða lækka. Maður er t. d. veikur af lungnabólgu. Sökk hans er geysihátt — 100 mm á klst. Stórir penisillínskammtar vinna bug á lungnabólgunni. Sökkið hrapar niður í 10 mm. En er maðurinn úr allri hættu ? Við næsta próf er sökkið komið upp í 50 mm. Það er ótvíræð aðvör- un! Það getur verið fyrirboði fylgikvilla, t. d. ígerðar í lunga. Læknirinn getur þá kæft slíka fylgikvilla í fæðingunni með því að halda áfram penisillíngjöf þangað til sökkið er orðið eðli- legt og stöðugt. Sökkprófið er mjög mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga. Vakalyfin ACTH og cortison geta á undra- skömmum tíma eytt bólgu í lið- um, stirðleik og kvölum; og samtímis lækka þau sökkið — t. d. úr 35 mm í 10 mm á tólf dögum. Lyfjagjöfinni er þá hætt. En vakalyfin hafa ekki læknað sjúkdóminn, aðeins hrakið hann í felur. Og hér er það þá sem sökkprófið getur orðið að miklu liði. Löngu áður en sjúklingurinn fer að fá eymsli aftur, segir hækkandi sökk til um, að afturkast sé í aðsigi. Læknirinn getur þá tekið til sinna ráða og kæft það í fæð- ingunni. Sökkpróf er ekki hægt að nota til að finna krabbamein. En þeg- ar sökkið er hátt og ekki ljóst hver orsökin er, athugar hygg- inn læknir hvort einhversstaðar kunni að leynast illkynjað æxli. „Hygginn læknir gefur ekki úr- skurð sinn,“ segir dr. Walter C. Alvarez í Modern Medicine, „fyrr en hann hefur mælt sökk- ið. Ef það er t. d. 100 mm án þess að fundin verði nokkur merki sýkingar, þá leitar hann eftir hvort ekki leynist einhvers- staðar krabbamein." Hvað veldur því, að rauðu blóðkornin setjast fljótt til næstum alltaf þegar um alvar- legan líffærasjúkdóm er að ræða ? Hin eiginlega kemiska or-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.