Úrval - 01.02.1955, Page 86

Úrval - 01.02.1955, Page 86
84 TJR VAL hans. Gomerinn brá fingrunum milli varanna. og blístraði langa romsu. Fáum mínútum síðar kom sundskýlan svífandi fram af klettabeltinu. Einhver uppi hafði heyrt blístrið og skilið það til hlýtar. Þegar skattheimtumaður rík- isins kemur til eyjunnar til að heimta skatta, líða ekki marg- ar mínútur áður en eyjan er sem mannlaus — fólkið leitar felustaðar í hellum og gjótum — einhver niðri á ströndinni hefur blístrað aðvörunarmerki. Áður fyrr þurftu kaupmennirn- ir ekki að fara upp í fjalla- byggðirnar til að semja um kaup á vínum og möndlum og sölu á varningi sínum. Fyrir milli- göngu einhvers Gomera niðri á ströndinni, fóru allir samning- ar fram á blístursmáli, og f jalla- búar gátu án frekari tafar byrj- að að flytja varning sinn til strandar. I fyrsta skipti, sem ég kom til La Gomera, tók ég eftir því að óvenjumikið var blístrað í kringum mig. Ég reið á múl- asna og ungur Gomeri teymdi undir mér upp f jallveginn. Hann spjallaði við mig öðru hvoru, spurði mig um eitt og annað — hvað ég héti, hverrar þjóðar ég væri, hvert erindi mitt væri og hvaða atvinnu ég stundaði. Milli þess sem hann talaði við mig, blístraði hann, og ofan úr fjöllunum bárust svör. Þegar við komum upp í fjallaþorpið, hafði hópur ungra manna safn- azt saman til að taka á móti ferðamanninum. Var fólkinu þegar kunnugt um hagi mína og gat borið furðu skírt fram nafn mitt. Upplýsingarnar hafði fylgdarmaður minn gefið þeim á blístursmáli sínu. Þetta voru fyrstu kynni mín af blísturs- málinu og fannst mér mikið til um þau. Víst er, að blístursmálið var til á La Gomera áður en La Conquistadores — hinir spænsku sigurvegarar, komu til Kanarí- eyjanna. Spánverjarnir fóru með ráni og gripdeildum og drápu frumbyggjana, en þeir sem undan komust, leituðu hæl- is í f jallaskútum og hellum. Um þær mundir bjuggu tveir kyn- þættir á La Gomera, annar ljós- hærður, bláeygur og bjartur á hörund, en hinn þeldökkur og svarthærður, munnstór og vara- þykkur. Ljósi kynþátturinn er án efa skyldur hinum björtu íbúum Teneriffa og Hierro, en hinir þeldökku gætu verið Af- ríkumennirnir, sem sagan segir, að rómverski landsstjórninn hafi látið tunguskera og flytja í útlegð til La Gomera. Franskur vísindamaður, Le Verrier að nafni, sem rannsak- að hefur blístursmál Gomera, segir: ,,Mál þeirra (raddmál- ið, sem er sérstök mállýzka) er sérkennilegt að því leyti, að það er næstum eingöngu talað með vörunum, eins og þeir sem tala það hefðu enga tungu.“ Þessí ummæli hins franska vísinda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.