Úrval - 01.02.1955, Page 87

Úrval - 01.02.1955, Page 87
BLÍSTURSMÁLIÐ Á LA GOMERA 85 manns styðja söguna um tungu- lausu útlagana og blístursmálið þeirra. Allar aðstæður á La Gomera hafa, eins og áður segir, stuðl- að að því að viðhalda blísturs- málinu, en varla getur hjá því farið, að þær breytist þar eins og annarsstaðar fyrir utanað- komandi áhrif, og hvað verður þá um el lengueja silbado? Gamli smalinn hefur sitt að segja um það. Málfræðingar ættu að rannsaka blístursmálið til hlýtar, segir hann. Það verð- ur að bjarga því frá gleym- sku . . . Ofan úr fjallaþorpinu sér maður niður í dalinn. Eiginlega er þetta ekki þorp, það eru bara nokkur hvít hús, sem hafa tyllt sér á bergsyllur, en þau eru umvafin miklum og frjósömum gróðri: vínviði, möndlutrjám, ólífutrjám, sítrónutrjám, appel- sínutrjám, já, og niðri í dalnum vaxa jafnvel bananar. Mér finnst ég sitja í miðri paradís, fjarri skarkala heimsins, þar sem allt er aðeins gott — frjó- samur gróður og vingjarnlegt fólk. Það er ekki út í blá- inn, að Kanaríeyjarnar eru stundum kallaðar Las Islas Afortunadas — Hamingjueyj- arnar. Eg sé smalann minn ganga þarna niðri með poka á baki og staf í hendi. Ég heyri ein- hvern blístra — ef til vill er það hann. Mér finnst ég vera horfinn langt aftur í tímann — aftur í heim Gamla testamentis- ins, til paradísar. ToUskylt. Ung og glæsileg tízkumær var að koma heim úr vetrarleyfi i útlöndum. Þegar til tollskoðunar kom við landamærin, gekk hún frjálsleg til tollþjcnsins og horfði á hann með sínu saklaus- asta augnaráði. „Eruð þér með nokkuð tollskylt?" spurði tollþjónninn. „Nei, nei." „Eruð þér viss um það?" „Alveg viss." „Ber að skilja það svo, að silfurrefsrófan, sem gægist niður undan pilsinu sé óaðskiljanlegur hlutur ungfrúarinnar ?“ Rétt og rétt. Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér, segir máltækið, og sumir vilja bæta við: konan hefur alltaf rétt fyrir sér, og skulum vér af eðlilegum ástæðum vera manna síðastir til að mótmæla því, og þessvegna gerum vér enga athugasemd við orð konunnar, sem var með manni sínum í samkvæmi þar sem gestirnir fengu sjaldan tóm til að tæma glösin sín. Allt í einu leit konan hvössum augum á mann sinn og sagði einbeitt: „Svona, Alfreð, nú held ég þú ættir ekki að drekka meira, það er orðinn óskýr svipurinn á andlitinu á þér og stundum sér maður það tvöfalt . . .“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.