Úrval - 01.02.1955, Side 91

Úrval - 01.02.1955, Side 91
,AÐ ÞEKKJA SJÁLFAN SIG ER ÞYNGRI ÞRAUTIN" 89 hvaða mál þau töluðu þegar þau fengju aldur til. Segir sagan, að börnin hafi tayrjað að tala sam- an á hebresku, og var það tal- in sönnun þess, að Adam og Eva hefðu talað það mál. Ind- verskur fursti gerði nokkrum áratugum síðar sömu tilraun með 30 börn, og töluðu þau ekkert. Er sú sagnaritun trú- lega réttari en hin fyrri. Hegðun mannsins mótast sem sé sumpart að meðfæddum eiginleikum og sumpart af um- hverfi því sem hann elzt upp við. Sá sem elzt upp í Svíþjóð og hefur eðlilega heyrn og sjón talar sænsku, en ef ekkert er talað í kringum hann, verður hann mállaus. Má merkilegt teljast, að vísindalegar rann- sóknir skyldi þurfa til að sanna svo augljóst mál. Hitt kann að vera minna undrunarefni, að vísindalegar rannsóknir skyldi þurfa til ao uppgötva, að sama máli gegn- ir um ýms önnur sálræn fyrir- brigði. Það er t. d. nýleg upp- götvun, að persónuleg um- hyggja, gælur og blíðuhót móð- urinnar sé jafnnauðsynleg and- legum þroska barnsins og vita- mín í fæðunni eru nauðsynleg eðlilegum líkamsþroska þess. Sé ungbarn látið liggja af- skiptalaust í vöggu sinni milli máltíða og fleiri en ein mann- eskja látin sinna líkamlegum þörfum þess á vissum tímum, hleypur kyrkingur í sálarlíf barnsins, tilfinningalíf þess lamast og nær aldrei fullum þroska. Það sem einkum ein- kennir slíkan mann er, að öll mannleg samkennd er honum ókunn. Líkamleg refsing getur að vísu vakið hjá honum óþægindi, sem sársaukanum fylgir, en ekki blygðun, og hlý- legt viðmót hrærir hann hvorki til þakklátssemi né fyrirgefn- ingar. Mennirnir læra m. ö. o. að elska alveg á sama hátt og þeir læra að tala, og svipað má segja um aðra mannlega eigin- leika, sem samlíf okkar verður að byggjast á, t. d. samvizkuna. Um samvizkuna verð ég að vera fáorour, læt mér nægja að drepa á tvö skilyrði til þess að hún geti þróast. Hið fyrra er, að barnið sé í öruggum og já- kvæðum tengslum við umhverfi sitt. Hið síðara er, að siðgæðis- hugmyndir foreldranna og ann- arra sern barnið umgengst náið séu heilbrigðar, af því að barnið tileinkar sér smámsam- an siðgæðishugmyndir hinna fullorðnu og þær móta hjá því það sem á máli sálfræðinnar er kallað hið æðra sjálf. Drjúgur hluti af persónuleika og siðgæði foreldranna, um- vöndunartónn þeirra, líkt og vex inn í sálarlíf barnsins. Hið æðra sjálf eða rödd samvizk- unnar endurtekur ósjálfrátt áminningar foreldranna um rétt og rangt. Sérhver tilraun til að brjóta í bága við þessar áminn- ingar leiða til sömu blygðunar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.