Úrval - 01.02.1955, Side 92
90
ÚRVAL
eða sektartilfinningar, og gerðu
vart við sig í uppeldinu.
AÐ ER OFT OG mikið tal-
að um þörfina á „föstum
reglum“ fyrir hegðun mann-
anna. „Þú átt að segja satt“,
„þú átt ekki að stela“, „þú átt
að þakka fyrir þig“. Já, vissu-
lega! En í uppeldinu látum við
því miður ekki staðar numið
við slíkar kröfur. Viðkvæðið
er líka: „þú átt að vera auð-
mjúkur“, „þú átt að vera þakk-
látur“.
í því felst, að maður telur
sig geta ákveðið, gefið skipan-
ir um, hvaða tilfinningar eigi
að vakna í brjóstum annarra
við tilteknar aðstæður. Takið
eftir muninum á því að þakka
fyrir sig og vera þakklátur.
„Þú átt að láta þér þykja vænt
um.“ Þessi áminning er ósann-
gjörn. Og jafnframt hættuleg.
Bamið getur ekki fundið til
auðmýktar eða verið ástúðlegt
eftir skipun. Það getur sýnt hin
ytri tákn, sem fullnægja upp-
alandanum. En reglan sezt að
í hinu æðra sjálfi: þú átt að
bera í brjósti — allt aðrar til-
finningar en þú getur borið í
brjósti!
Við mótumst í upphafi af
meðfæddum eiginleikum okkar
og reynslu þannig að einn verð-
ur blíður og viðkvæmur, annar
tillitslaus og drottnunargjarn
og sá þriðji með þrælshjarta í
brjósti. Hvað á sá drottnunar-
gjami að gera með æðra sjálf,
sem krefst af honum allt ann-
arra dyggða en hann hlaut, og
hvað á þrællinn að gera? Er
nokkur önnur lausn fyrir þá en
að látast?
Það er að minnsta kosti yfir-
máta sorgleg staðreynd, að þær
hugsæisfyrirmyndir, sem um-
hyggjusamir foreldrar innræta
börnum sínum torveldar þeim
alla ævi að sjá sjálf sig í réttu
ljósi. Ég fæ slæma samvizku
þegar ég finn að ég verð fyrir
vonbrigðum í stað þess að fyll-
ast þakklæti, þegar ég fyllist
viðbjóði í stað þess að elska,
þegar ég er drottnuna'rgjarn í
stað þess að vera auðmjúkur.
Hvað get ég gert annað en
stjakað burt úr vitund minni
vonbrigðunum, viðbjóðinum og
drottnunargirninni ?
En eins og við höfum séð
erum við ekki þar með laus allra
mála, það sem hrakið hefur
verið burt úr vitundinni heldur
áfram að stjórna gerðum okk-
ar, illa dulbúið. Og meðvitaðar
tilraunir okkar til að laða fram
merki þakklætis, ástar og auð-
mýktar geta aldrei orðið einlæg-
ar.
En enginn getur algerlega
blekkt sjálfan sig. Þessvegna
lifum við í sífelldum ótta við
það að við verðum afhjúpuð og
losnum ekki við sektarvitund-
ina, samvizkubitið, sem fylgir
vitundinni um það að við séum
leikarar, lélegar eftirhermur í
stað þess að vera einlæg og
heilsteypt. Er það tilviljun, að