Úrval - 01.02.1955, Síða 92

Úrval - 01.02.1955, Síða 92
90 ÚRVAL eða sektartilfinningar, og gerðu vart við sig í uppeldinu. AÐ ER OFT OG mikið tal- að um þörfina á „föstum reglum“ fyrir hegðun mann- anna. „Þú átt að segja satt“, „þú átt ekki að stela“, „þú átt að þakka fyrir þig“. Já, vissu- lega! En í uppeldinu látum við því miður ekki staðar numið við slíkar kröfur. Viðkvæðið er líka: „þú átt að vera auð- mjúkur“, „þú átt að vera þakk- látur“. í því felst, að maður telur sig geta ákveðið, gefið skipan- ir um, hvaða tilfinningar eigi að vakna í brjóstum annarra við tilteknar aðstæður. Takið eftir muninum á því að þakka fyrir sig og vera þakklátur. „Þú átt að láta þér þykja vænt um.“ Þessi áminning er ósann- gjörn. Og jafnframt hættuleg. Bamið getur ekki fundið til auðmýktar eða verið ástúðlegt eftir skipun. Það getur sýnt hin ytri tákn, sem fullnægja upp- alandanum. En reglan sezt að í hinu æðra sjálfi: þú átt að bera í brjósti — allt aðrar til- finningar en þú getur borið í brjósti! Við mótumst í upphafi af meðfæddum eiginleikum okkar og reynslu þannig að einn verð- ur blíður og viðkvæmur, annar tillitslaus og drottnunargjarn og sá þriðji með þrælshjarta í brjósti. Hvað á sá drottnunar- gjami að gera með æðra sjálf, sem krefst af honum allt ann- arra dyggða en hann hlaut, og hvað á þrællinn að gera? Er nokkur önnur lausn fyrir þá en að látast? Það er að minnsta kosti yfir- máta sorgleg staðreynd, að þær hugsæisfyrirmyndir, sem um- hyggjusamir foreldrar innræta börnum sínum torveldar þeim alla ævi að sjá sjálf sig í réttu ljósi. Ég fæ slæma samvizku þegar ég finn að ég verð fyrir vonbrigðum í stað þess að fyll- ast þakklæti, þegar ég fyllist viðbjóði í stað þess að elska, þegar ég er drottnuna'rgjarn í stað þess að vera auðmjúkur. Hvað get ég gert annað en stjakað burt úr vitund minni vonbrigðunum, viðbjóðinum og drottnunargirninni ? En eins og við höfum séð erum við ekki þar með laus allra mála, það sem hrakið hefur verið burt úr vitundinni heldur áfram að stjórna gerðum okk- ar, illa dulbúið. Og meðvitaðar tilraunir okkar til að laða fram merki þakklætis, ástar og auð- mýktar geta aldrei orðið einlæg- ar. En enginn getur algerlega blekkt sjálfan sig. Þessvegna lifum við í sífelldum ótta við það að við verðum afhjúpuð og losnum ekki við sektarvitund- ina, samvizkubitið, sem fylgir vitundinni um það að við séum leikarar, lélegar eftirhermur í stað þess að vera einlæg og heilsteypt. Er það tilviljun, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.