Úrval - 01.02.1955, Side 93

Úrval - 01.02.1955, Side 93
„AÐ ÞEKKJA SJÁLFAN SIG ER ÞYNGRI ÞRAUTIN“ 91 orðið persónuleiki skuli vera dregið af gríska orðinu persona, sem þýðir leikgríma. AÐ ER ástríki og umhyggja móðurinnar, sem leiðir barn- ið inn í samlíf við aðra og opnar því heim ástarinnar, en ekki neinar reglur sem því eru settar. Móðurástin er gjöful og fórnfús, en ást barnsins er frá upphafi kröfuhörð. Þrátt fyrir það veitir barnið móður- inni hamingju. Hún þráir barn- ið, gleðst yfir því, er stolt af því og hryggist með því. Barn- ið kynnist því á margan hátt, að það er foreldrunum mikils virði. Ekki vegna þess að það er hlýðið, duglegt eða fallegt, heldur vegna þess eins að það er til. Og þetta skynjar barnið löngu áður en það fer að hugsa og álykta. Þannig þroskast hin örugga sjálfsvitund, sem veitir mann- inum trúna á sjálfan sig, á rétt sinn til að lifa, á möguleika sína til að hljóta viðurkenningu og ást annarra, ekki vegna sér- stakra dyggða eða afreka, held- ur þrátt fyrir öll víxlspor og alla galla, sem loða við jafnvel hina beztu menn. Það er þess- konar sjálfsvitund, sem ein ger- ir manninum kleift að líta í auðmýkt og af hlutlægni á bresti sína. Það er rómantískur barna- skapur að fullyrða, að öll börn séu velkomin í heiminn og elsk- uð af foreldrum sínum. Lengi var það skoðun manna, að hættulegt væri að dekra við bömin, og var foreldrum ráð- lagt að spara blíðuhótin. Af- leiðingin varð sú, að mörg börn fengu aldrei að kynnast sannri og einlægri samkennd, öðluðust aidrei þesskonar sjálfsvitund, sem veitir manninum trúna á eigið gildi, heldur þvert á móti: þau voru allsstaðar fyrir, alls- staðar til vandræða og foreldr- unum stöðugt gremju- og sorg- arefni. Að elska er að nokkru leyti að samsamast öðrum. En sá sem aldrei hefur kynnzt sam- kennd, sá sem ekki er öruggur um gildi sitt í sjálfs sín augum og annarra, sá sem getur ekki trúað á fyrirgefningu annarra, lilýtur að vera stöðugt við því búinn að berjast fyrir rétti sín- um, að berja niður andstæðinga sína, til að færa þannig sönnur á dugnað sinn og gildi. Hann verður að kenna sjálfum sér að sigra, eða þegar verzt gegnir að þola ósigur, að gera þjáninguna að dyggð eða nautn ef unnt er. Ví MEIRA sem ég hef kynnzt mannlegri óhamingju, því betur hef ég séð, að meginorsök hennar er skortur á traustri sjálfsvitund og öryggiskennd gagnvart öðrum. Til þess að elska verður maður að geta staðið á eigin fótum, hefur ein- hver sagt. Sjálfstraust, vitund um eigið gildi er annað en það,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.