Úrval - 01.02.1955, Síða 94
92
ÚRVAL
sem venjulega er kallað eigin-
girni.
Eigingirni er bjánalegt of-
mat á sjálfum sér og tilraun til
að afneita eða bæta upp skort
á sjálfsvitund. Hún er ótti við
eigin takmörk, eigið getuleysi,
alveg gagnstætt því sem hún
virðist vera. Eigingirni er veik-
leiki, klædd í dulargervi styrk-
leikans. Sama máli gegnir um
hroka, drottnunargirni og bar-
áttulöngun, þau eru merki um
ótta einstæðingsins við einstæð-
ingsskap sinn og óbærilegt úr-
ræðaleysi.
Oft er talað um ástleysið sem
meginorsök mannlegs ófullkom-
leika. Og með réttu. Ef rnaður
aðeins telur sig ekki geta vakið
hæfileikann til að elska með sið-
ferðilegum áfellisdómum eða
hugsjónafyrirmynd. Ef við í
staðin fyrir orðið ástleysi setj-
um skort á hæfileika til að
elska, þá verður málið ljósara.
Sjálfur er ég þeirrar skoð-
unar, að leiðin fram á við liggi
gegnum aukna sjálfsþekkingu.
Gnothi seavton stóð meitlað yf-
ir dyrum musterisins í Delphi.
Þekktu sjálfan þig. Sannleikur-
inn mun gera yður frjálsa. En
að læra að þekkja sannleikann
um sjálfan sig er þyngri þraut-
in. Sá sem verður að byggja
sjálfsvitund sína á afrekum, á
vitundinni um dýrmæta eigin-
leika sjálfs sín, eða vitundinni
um það að öðrum standi ótti
af honum eða dáist að honum,
hann skortir kjark til að horf-
ast í augu við nakið veiklyndi
sjálfs sín. Hann verður að
stjaka sannleikanum niður í dul-
vitundina, og honum mun aldrei
lánast að leysa þann vanda að
breyta soranum í skíran málm,
að þroskast frá því að vera
persona, leikgríma, í það að
verða persónuleiki í eiginlegri
merkingu orðsins.
0-0-0
Spurull.
Sveinn litli er fyrir löngu háttaður, en það er svo ótalmarg't,
sem hann þarf að spyrja um. Lengi vel svarar móðir hans
þolinmóð, en að lokum finnst henni nóg komið.
„Nú vil ég ekki heyra fleiri spurningar i kvöld, Sveinn,,f
segir hún ákveðin, „farðu nú að sofa."
Sveinn lofar því. En von bráðar heyrist aftur innan úr
barnaherberginu:
„Mamma!"
„Já, hvað viltu nú?“
„Má ég bara spyrja um eitt?"
„Já, hvað er það?"
„Er það satt sem Nonni sagði, að aparnir hafi fjórar hendur?"
„Já.“
„Þegar litlu apabörnin biðja bænirnar sínar á kvöldin spenna
þau þá greipar með öllum fjórum höndunum?"
—■ Det Hele.