Úrval - 01.02.1955, Side 97
VETURSETA Á SVALBARÐA
95-
Skipið hélt áfram ferð sinni
norður á bóginn.
Loks komum við að King’s
Bay, þar sem maðurinn minn
beið mín. Þegar mér var róið
í land, sá ég að hann stóð á
ströndinni, hár og grannvaxinn.
Hann var dökkur af sólbruna,
klæddur bættum stormjakka, og
skórnir voru hvítir af sjávar-
seltu. En hvað mér fannst hann
hafa breytzt!
Hermann sagði, að við hefð-
um sannarlega heppnina með
okkur. Lítið, norskt gufuskip
myndi flytja okkur þangað sem
við ætluðum að hafa vetursetu,
og spara okkur þannig ómak-
ið að fara fótgangandi yfir ör-
æfin. Síðan fór hann að sýna
mér umhverfið. En mér fannst
það óhugnanlegt. Þótt ég væri
öll af vilja gerð, fannst mér
það hvorki fallegt né hrífandi.
Við fórum um borð í litla,
norska gufuskipið og brátt var
ferðinni haldið áfram í norður-
átt. Allt í einu sagði Hermann
mér frá því, að annar maður
yrði hjá okkur um veturinn.
,,Ég vil ekki að þú sért lengi
ein í kofanum," sagði hann, „og
veiðisvæði mitt er stórt. Ég hef
þekkt Karl lengi. Hann er Norð-
maður og hvalaskytta að at-
vinnu. Hann var á heimleið í
sumar, þegar ég spurði hann
hvort hann vildi verða eftir hjá
mér. Hann hikaði ekki augna-
blik — hann sér ekki sólina fyr-
ir Svalbarða." Karl kom og
heilsaði mér með handabandi.
Hann var um tvítugt, glaðleg-
ur og bláeygður.
Það kom brátt í ljós, að allir
farþegarnir á skipinu voru
hrifnir af Svalbarða. Einn var
miðaldra enskur milljónamær-
ingur, í stuttbuxum og þunnri
regnkápu, og með sandala á fót-
um. Hann var búinn að herða
sig og þjálfa til þess að þola
dvölina á eyjunni. Hann unni
Svalbarða o g hafði komið
þangað mörgum sinnum. Ann-
ar farþegi, sem líka var Eng-
lendingur, sagði mér frá för sem
hann hafði farið þvert yfir eyna,
og sem hafði endað með því að
hann missti allan farangur sinn
í jökulá. En hann kom aftur
árið eftir — hann gat ekki slit-
ið sig frá þessum slóðum.
„Það er fallegast á vorin,“
sagði Normaðurinn og brosti
fjarrænt. „Það er ógleyman-
legt . . .“
„Ég ætla að minnsta kosti
ekki að láta þessa eyju ná eins
sterkum tökum á mér og hún
hefur náð á ykkur,“ sagði ég
þrjózkulega.
„Hún töfrar þig líka,“ sagði
Norðmaðurinn rólega, en af
sannfæringu.
*
Eftir sólarhrings siglingTi
stöðvast skipið skyndilega. „Við
erum komin alla leið,“ kallar
maðurinn minn. Gegnum þok-
una eygi ég gráa strandlengju
og á henni stendur eitthvað sem
líkist kassa, sem sjórinn hefur
skolað upp. Það er kofinn okkar..