Úrval - 01.02.1955, Page 97

Úrval - 01.02.1955, Page 97
VETURSETA Á SVALBARÐA 95- Skipið hélt áfram ferð sinni norður á bóginn. Loks komum við að King’s Bay, þar sem maðurinn minn beið mín. Þegar mér var róið í land, sá ég að hann stóð á ströndinni, hár og grannvaxinn. Hann var dökkur af sólbruna, klæddur bættum stormjakka, og skórnir voru hvítir af sjávar- seltu. En hvað mér fannst hann hafa breytzt! Hermann sagði, að við hefð- um sannarlega heppnina með okkur. Lítið, norskt gufuskip myndi flytja okkur þangað sem við ætluðum að hafa vetursetu, og spara okkur þannig ómak- ið að fara fótgangandi yfir ör- æfin. Síðan fór hann að sýna mér umhverfið. En mér fannst það óhugnanlegt. Þótt ég væri öll af vilja gerð, fannst mér það hvorki fallegt né hrífandi. Við fórum um borð í litla, norska gufuskipið og brátt var ferðinni haldið áfram í norður- átt. Allt í einu sagði Hermann mér frá því, að annar maður yrði hjá okkur um veturinn. ,,Ég vil ekki að þú sért lengi ein í kofanum," sagði hann, „og veiðisvæði mitt er stórt. Ég hef þekkt Karl lengi. Hann er Norð- maður og hvalaskytta að at- vinnu. Hann var á heimleið í sumar, þegar ég spurði hann hvort hann vildi verða eftir hjá mér. Hann hikaði ekki augna- blik — hann sér ekki sólina fyr- ir Svalbarða." Karl kom og heilsaði mér með handabandi. Hann var um tvítugt, glaðleg- ur og bláeygður. Það kom brátt í ljós, að allir farþegarnir á skipinu voru hrifnir af Svalbarða. Einn var miðaldra enskur milljónamær- ingur, í stuttbuxum og þunnri regnkápu, og með sandala á fót- um. Hann var búinn að herða sig og þjálfa til þess að þola dvölina á eyjunni. Hann unni Svalbarða o g hafði komið þangað mörgum sinnum. Ann- ar farþegi, sem líka var Eng- lendingur, sagði mér frá för sem hann hafði farið þvert yfir eyna, og sem hafði endað með því að hann missti allan farangur sinn í jökulá. En hann kom aftur árið eftir — hann gat ekki slit- ið sig frá þessum slóðum. „Það er fallegast á vorin,“ sagði Normaðurinn og brosti fjarrænt. „Það er ógleyman- legt . . .“ „Ég ætla að minnsta kosti ekki að láta þessa eyju ná eins sterkum tökum á mér og hún hefur náð á ykkur,“ sagði ég þrjózkulega. „Hún töfrar þig líka,“ sagði Norðmaðurinn rólega, en af sannfæringu. * Eftir sólarhrings siglingTi stöðvast skipið skyndilega. „Við erum komin alla leið,“ kallar maðurinn minn. Gegnum þok- una eygi ég gráa strandlengju og á henni stendur eitthvað sem líkist kassa, sem sjórinn hefur skolað upp. Það er kofinn okkar..
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.