Úrval - 01.02.1955, Page 98
96
tTRVAL
Þegar farangur okkar og
birgðir höfðu verið settar nið-
ur í bátinn, kvaddi skipstjórinn
og skipshöfnin okkur með
handabandi. Augnaráð þeirra
bar vott um alvöru skilnaðar-
stundarinnar. ,,Við óskum ykkur
góðs vetrar,“ sögðu þeir einum
rómi. Síðan fórum við niður í
bátinn, sem valt eins og skel,
og okkur var róið upp að strönd-
inni.
Ströndin er ekki árennileg —
skuggaleg flatneskja, og upp af
henni rísa þrjú dökk fjöll eins
og geysistórir kolabingar.
Hvergi sést tré eða runni.
Milli fjals og fjöru er gróður-
laus urð.
Kofinn, sem stendur á litlum
höfða, er lítill og ferhyrndur og
klæddur tjörupappa. Kassar og
tunnur, sleðar, árar og gömul
skíði standa upp við veggina,
og beinagrindur úr dýrum eru
á víð og dreif í kring. Og það
rignir í sífellu á beinin og
grjótið.
Við förum inn í kofann, og
meðan Hermann er að bisa við
að kveikja upp í ofninum, fer
ég að virða fyrir mér heimilið
okkar. Kofinn er þrír sinnum
þrír metrar á stærð. I öðrum
enda hans eru tvær trékojur,
rúm meðfram veggnum og borð
undir glugganum.
„Gegnum þennan glugga get-
um við skotið birnina, þegar
þeir koma nálægt kofanum í
vetur,“ segir Hermann glaðlega.
Ég var orðlaus.
„Ef við verðum heppin,“ hélt
hann áfram, „þá koma þeir með
rekísnum. Þeir eru svo forvitn-
ir, að þeir snuðra alltaf í kring-
um kofana.“ Hann segir mér
sögu af veiðimanni, sem sat við
gluggann á kofa sínum. Allt í
einu rekur björn hramminn
gegnum rúðuna og stingur hon-
um ofan í smjörlíkiskassa, sem
stóð á borðinu.
Meðan Hermann lætur dæluna
ganga, er hann önnum kafinn
eins og húsmóðir, sem vill að
gestum sínum líði sem bezt.
Ég get varla leynþ vonbrigð-
um mínum og kvíða. Ég er hissa
á eiginmanni mínum, að hann
skuli telja það sjálfsagt að ég
kunni vel við mig í þessu kofa-
skrifli, og villidýr á næstu grös-
um.
Við förum að borða hafra-
grautinn, sem er saltaður með
sjó, af því að okkur tókst ekki
að finna saltið. Meðan við er-
um að borða, horfum við út um
gluggann á rigninguna, hafið og
þokuna.
„Þetta er venjulegt sumar-
veður,“ segir Hermann í afsök-
unartón.
„Það er heitur Golfstraumur-
inn hjá rekísnum, sem veldur
þokunni."
„I hvaða átt er norður?“ spyr
ég.
Karl bendir: „Norður, suður,
austur, vestur,“ og svo heldur
hann áfram, eins og lögreglu-
þjónn, sem er að stjórna um-