Úrval - 01.02.1955, Síða 100

Úrval - 01.02.1955, Síða 100
ÚRVAL 98 segir Hermann hughreystandi, þegar ég segi honum frá þessu. „Manni vex allt í augum meðan þokan er. Við fáum nóg af nýju kjöti með fjörefnum." Mér líður illa við tilhugsunina um að líf okkar byggist á veið- unum, á því sem hver dagur kann að færa okkur í búrið. Það er furðulegt hve karlmennirnir eru áhyggjulausir. Ég skil þá ekki. Er það aðeins kæruleysi, eða stafar áhyggjuleysi þeirra af vizku, sem við hin höfum glatað ? Við stöndum öll þrjú fyrir utan kofann þetta kvöld, þegar selur rekur hausinn upp úr sjón- um og starir forvitnislega á okk- ur. Karl laumast inn í kofann til þess að ná í byssuna. Selurinn starir eins og dáleiddur á kof- ann og okkur. „Kafaðu! segi ég með sjálfri mér og vona að það hafi einhver áhrif. Skothvellur heyrist. Selurinn stingur sér ekki. Hann flýtur eins og svört blaðra í sjóskorp- unni. „Hann lá,“ segir Karl, og eftir stundarkorn er selurinn kominn upp í f jöru. I kvöld ber ég á borð steikt selkjöt með kartöflumauki og lauk. Karlmennirnir borða svo mikið að mér ofbýður. Þeir eru eins og kettir, sem hafa svelt dögum saman, og láta svo mikið 1 sig, að þeim er erfitt um allar hreyfingar. „Svona eru allir veiðimenn", segir maðurinn minn. Við sofum vært eftir þessa góðu máltíð og vöknum eins og nýjar manneskjur morguninn eftir. Við verðum að reyna kraftana á einhverju. Karlmenn- irnir fara að gera við kofann, en ég tek rögg á mig og fer ein út í þokuna til þess að sækja vatn. Von bráðar léttir þokunni af hálendinu. Tindarnir eru hvítir af snjó, og það er svo mikiil hreinleiki yfir f jöllunum sem ber kolsvört og fannhvít við dimm- bláan heiðríkjublett á himn- inum. Svo syrtir að aftur. Allt í einu finnst mér ég vera létt eins og fis. Mér gengur vel að finna troðninginn yfir urðina og eftir stutta stund er ég kom- in að vatnsbólinu. Ég held aftur heimleiðis hress og kát. Eftir langa göngu heyri ég brimhljóð við ströndina, en ég kem hvergi auga á kofann. Ég geng í norðurátt — ekkert sést. Ég geng aftur til suðurs — ekkert. Aðeins grýtt ströndin með víkum sem allar eru eins. Ég hef ekkert til að átta mig á. Það er langt síðan að ég skildi fötuna við mig, og nú slær út um mig köldum svita af hræðslu. Þá kem ég allt í einu auga á kofann. Karlmennirnir reka upp skelli- hlátur þegar þeir sjá mig koma, örvinglaða og vatnslausa. Loks aumkast Karl yfir mig og fer að leita að fötunni. Hann kem-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.