Úrval - 01.02.1955, Page 102

Úrval - 01.02.1955, Page 102
100 tjRVAL refurinn kemur í fyrstu heim- sóknina á haustin. Þessir refir verða oft hændir að mönnum og koma næstum daglega til að snuðra hjá veiðimannakofunum. Karlmennirnir segja, að þessi refur geti orðið húsrefur, af því að hann sé svo ungur. Refurinn er ekki mjög stór, en hann er með langt og loðið skott. Karl kallar á hann á norsku, kallar hann Mikkel — Norðmenn kalla alla heim- skautsrefi þessu nafni — og kastar til hans ostbita. En jafn- framt athugar hann feldinn með veiðimannsaugum. „Drepið hann ekki!“ segi ég í bænarrómi. „Lofið þessu fal- lega dýri að lifa.“ Áður en langt um líður er Mikkel orðinn stöðugur gestur hjá okkur. Þegar Karl er að flá sel, stendur hann rétt hjá og fylgist með hverju hnífs- bragði. Hann eltir okkur eins og tryggur hundur. Stundum fer hann í feluleik við veiðimennina og gaggar af ánægju, þegar hon- um tekst að leika á þá. í heilan mánuð hafa nætur og dagar skipzt á með eðlileg- um hætti. En nú þegar komið er fram undir septemberlok, eru dagamir ekkert annað en morg- unskíma og kvöldrökkur. Sólin líður eins og eldhnöttur yfir fjöllin. Skuggarnir eru orðnir langir, og þegar við erum að gera eitthvað úti við, minna þeir okkur á að nóttin mikla er ekki langt undan. Við erum önnum kafin; síð- ustu geislar hverfandi sólarinn- ar reka á eftir okkur. Rjúpan er farin að flytja sig niður á láglendið, og þegar veiðimenn- irnir koma auga á hana, þjóta þeir út með byssurnar. Við þurf- um mikið fuglakjöt til vetrarins. Það er líka mikið að starfa við að útbúa veiðigildrurnar. Karlmennirnir smíða mörg hundruð mjóar stengur, sem agnið er bundið á. Þegar refur- inn glefsar agnið, fellur gildm- lokið, sem er þyngt með grjóti, og drepur hann. Þrátt fyrir allar annirnar, hafa karlmennirnir byggt út- skot við kofann handa mér —- lítið herbergi með tvöföldum veggjum, klætt þykku, ljósrauðu veggfóðri. Það er ekki nema 1,80 m á annan veginn og 1,20 á hinn, en það er vistlegt og skemmtilegt. Lítill gluggi er á suðurveggnum. Herbergið er hitað upp með litlum ofni. Nú, þegar veturinn er í nánd, fer Mikkel að verða heimakær. Hann sefur á hálmhrúgu hjá kofanum. Snjóhvítur, sofandi refurinn er í svo miklu samræmi við kyrra og undursamlega bjarta nóttina. Mikkel er eins og brot af dularfullri ísöldinni, sem leynist í mildri birtunni. En á daginn er Mikkel orðinn viðbrigðinn og hræðslugjarn. Karlmennirnir segja að öll dýr verði svona á veturna. Hann læðist um eins og köttur og leggur á flótta þegar kallað er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.