Úrval - 01.02.1955, Side 103
VETURSETA A SVALBARÐA
101
á hann. En hann kemur alltaf
með mér, þegar ég fer að sækja
vatn.
„Veslings Mikkel,“ segi ég við
hann. ,,Nú fer skapadægur þitt
að nálgast. Eftir nokkra daga
byrja refaveiðarnar; þeir sækj-
ast eftir lífi þínu. Þeir flá af
þér fallega skinnið þitt og setja
í þig augu úr gleri, og svo verð-
ur þú látinn hanga í einhverri
verzluninni innan um þúsundir
annarra dauðra hluta. Veiztu
það, Mikkel, að það er svo mik-
ið af tilbúnu glysi í heiminum,
að fólk er hætt að taka eftir
ljósinu, hvernig það kemur og
fer, og hve rökkrið er töfrandi?"
Allt í einu lítur Mikkel upp
og starir á mig eins og hann
væri að sjá mig í fyrsta skipti.
Það er ógn og skelfing í stórum,
grænum augunum. Hann hrekk-
ur undan og hleypur burt, án
þess að líta til baka.
*
Karlmennirnir eru við smíð-
ar sínar í kofanum, en ég stend
á þröskuldinum og horfi í suður-
átt, þar sem ljósglæta sést á
himninum. Sólin kemur hálf upp
fyrir sjóndeildarhringinn og
hverfur síðan. Klukkan er tólf
á hádegi. Mig hryllir við þeirri
tilhugsun, að nú hafi ég séð
sólina í síðasta sinn á þessu ári.
Ég flýti mér inn til karlmann-
anna.
„Þetta er rétt,“ segja þeir ró-
lega. „Það er 16. október í dag
og sólin sézt ekki aftur fyrr en
25. febrúar."
Ég fer að reikna. Nóttin verð-
ur þá 132 sólarhringa!
Átökin milli dvínandi dags-
birtunnar og vaxandi tungls-
ljóssins skapa einkennilegar
andstæður. I dag er himinninn
uppljómaður af bláum bjarma
hins horfna dags. í norðri ber
rauðgulan mánann við skýja-
þykkni. Norðurljósin líða yfir
himininn, eins og endurspeglun
frá fjarlægu báli. Tunglskinið
og norðurljósin eru hlý saman-
borið við kaldan bláma himins-
ins.
Hinn 20. október fara karl-
mennirnir í leiðangur út með
firðinum til þess að setja upp
refagildrur. Ég fylgi þeim úr
hlaði. Mér tekst að fá þá
til að fara framhjá tíu fyrstu
stöðunum, sem eru of hættu-
legir fyrir Mikkel. En ég fæ
ekki að fara lengra en að vatns-
bólinu. Þeir veifa til mín í
kveðjuskyni og segja mér að
koma á morgun og taka „hann“
úr gildrunni.
Eg held heim á leið döpur í
bragði. Ég hef ekki skap í mér
til að fara að sofa. Og enn and-
styggilegra er að vakna í myrkr-
inu morguninn eftir. Það hvín
í vindinum, brimhljóðið berst
neðan frá ströndinni, og ég segi
við sjálfa mig, að nú sé Mikkel
sjálfsagt dauður í gildrunni.
Ég legg af stað út að vatns-
bólinu, þegar ratljóst er orðið.
Mér sækist ferðin seint. Það
gengur á með éljum og brim-