Úrval - 01.02.1955, Síða 106
104
tJRVAL
Þegar ég vaknaði í morgun,
var ég einhvernveginn sannfærð
um að karlmennirnir mundu
koma heim í dag, þrátt fyrir
hríðarveðrið. Ég er svo viss í
minni sök, að ég kveiki upp í
eldstæðinu og fer að þrífa til.
Ég baka brauð og bý til sér-
stakan rétt úr fleski og kartöfl-
um.
Loftvogin fellur þegar líður
á daginn. En ég held kofanum
hlýjum og hef þurr föt tilbúin.
Klukkan fimm sit ég hjá ofn-
inum og prjóna. Það er orðið
notalegt inni og kaffivatnið sýð-
ur.
Það er aftur farið að hvessa
og snjóa. Ég óska þess með
sjálfri mér, að mennirnir séu
ekki á ferð í þessu veðri.
Klukkan verður sex, sjö . . .
klukkan átta gef ég upp alla
von. Ég ætla að fara að borða
ein, ég hef ekki borðað neitt
í dag.
Þegar ég skara í eldinn, kem-
ur stroka niður um reykháfinn
og kofinn fyllist af sóti og reyk.
Ég flýti mér að opna dyrnar
til þess að ég geti náð andanum.
Allt í einu heyri ég bjöllu-
hljóm gegnum veðurdyninn. Ég
legg við eyrun og hlusta. Hvaða
hljóð gat þetta verið ? Svo heyri
ég annað hljóð, lágt í fyrstu,
en síðan hærra — það er þyt-
ur í skíðum, sem renna yfir
mjöllina. Síðan er kallað.
Það er eins og ég vakni af
draumi. Karlmennimir eru
komnir heim! Þeir hafa verið
að kalla þegar ég heyrði bjöllu-
hljóðið.
Þeir staðnæmast í skaflinum
fyrir framan kofann og hlæja.
„Hvað er að sjá þetta! Það er
naumast að hann hefur snjóað.“
Þeir koma inn í kofann, kaldir
og gráir af hélu. Þeir horfa
rannsakandi á mig. ,,Við höfðum
áhyggjur af þér,“ segir Her-
mann. „Þetta var fyrsti bylur-
inn og bú varst ein.“
Brátt er gólfið þakið votum
fötum, skóm og sokkum, og
hrúgu af frosnum, hvítum ref-
um. Ég hef nóg að gera, því
að mennirnir eru svangir og illa
til reika. En ég er ekki lengur
ein. Ég er aftur manneskja
meðal manna.
*
Næstu daga er lítið aðhafzt.
Það er búið að flá refina og
hengja belgina upp í rjáfrið.
Mennirnir hvíla sig eftir erfiðið,
liggja fyrir og lesa við lampa-
ljós.
Nú er komið fram í nóvember
og sífellt hálfrökkur. Það er
logn, og síðasta ljósglætan berst
gegnum gagnsætt mistrið. Hvít
f jöllin rísa upp í dökkt himin-
hvolfið eins og skuggar. Allt er
dularfullt og annarlegt. Það er
eins og fjöllin séu fislétt og riði
til. Það er erfitt að lýsa áhrifun-
um sem maður verður fyrir í
þessu dularfulla umhverfi. Allt
er ummyndað og breytt í þess-
ari kynjabirtu. Á leiðinni út að
vatnsbólinu sé ég ýmsar furðu-
sýnir. Allt í einu rís hvítur