Úrval - 01.02.1955, Side 107

Úrval - 01.02.1955, Side 107
VETURSETA Á SVALBARÐA 105. veggur fyrir framan mig, mér finnst hann vera rétt hjá mér, en í rauninni er þetta smáskafl alllangt í burtu. Þarna gnæfir dökk hæð upp úr snjónum, hæð sem ég hef ekki tekið eftir áður. Þá sé ég að þetta er aðeins smásteinn. Við verðum að halda kyrru fyrir í kofanum vegna myrk- ursins og við höfum öll eitthvað fyrir stafni. Maðurinn minn les og skrifar. Karl gerir við byss- una og úrin, eða hann tálgar hnífasköft úr rostungstönnum. Það er hrúga af fötum sem ég þarf að gera við: svefnpok- ar, loðskinnsvesti, vettlingar og sokkar. Við vinnum húsverkin til skiptis. Það fer allur dagurinn í það, og maturinn verður fjöl- breyttari, því að hvert hefur sína aðferð við matartilbúning- inn. Á kvöldin spilum við. Við er- um alltaf að spyrja okkur sjálf, hvenær ísinn muni koma og hvort birnirnir komi með hon- um. Karlmennirnir eru orðnir áhyggjufullir út af kjötbirgð- unum. , Nú er alltaf niðamyrkur úti. Pjöllin eru ekkert annað en hvítir skuggar, sjórinn ekkert annað en svartur skuggi — þar til þessir skuggar hverfa líka í myrkrið. Um miðjan desember léttir þokunni. Það er eins og við sé- um stödd á öðrum hnetti ein- hversstaðar úti í geimnum. Snæviþakið landið er kyrrt og stirðnað í tæru loftinu. Hver- skorningur í fjöllunum og mis- hæð á landinu sést greinilega. Ótrúlega skær norðurljós líða yfir himingeiminn, geislar þeirra líkjast blikandi glerstöngum. Þau blossa upp hátt í lofti og hrapa svo niður í áttina til mín og verða skærari og bjartari. Þau sveiflast og dansa um all- an himininn, síðan dofna þau og hverfa. Ef fólkið heima vissi hve dá- samlegt er hérna! Það getur ekki hugsað um annað en skelf- ingar heimsskautsnæturnar! Það hefur enga hugmynd um að undir þessum blikandi himni verður hugur mannsins líka heiður og bjartur. Það sést ekki lengur minnsta dagsskíma; umhverfis okkur er aðeins hyldjúp, stjörnubiört nótt. Nú er fullt tungl og það líður í stöðugri hringrás yfir himingeiminn. Enginn nema sá sem reynt hefur, getur gert sér í hugarlund áhrif tunglsljóssins á mjúka fannbreiðuna á norður- slóðum. Það er eins og maður sé að leysast upp í ljósinu; vit- und mannsins er lauguð birtu. Við höfum verið mikið úti í tunglsljósinu. Karlrnennirnir segja að ég sé tunglsjúk, af því að ég vil helzt vera niðri í f jöru og horfa á hvernig tunglsljósið speglast á ruggandi ísjökunum. Ekkert getur fengið mig ofan af því, að ég sé sjálf tunglsljós-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.