Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 107
VETURSETA Á SVALBARÐA
105.
veggur fyrir framan mig, mér
finnst hann vera rétt hjá mér,
en í rauninni er þetta smáskafl
alllangt í burtu. Þarna gnæfir
dökk hæð upp úr snjónum, hæð
sem ég hef ekki tekið eftir áður.
Þá sé ég að þetta er aðeins
smásteinn.
Við verðum að halda kyrru
fyrir í kofanum vegna myrk-
ursins og við höfum öll eitthvað
fyrir stafni. Maðurinn minn les
og skrifar. Karl gerir við byss-
una og úrin, eða hann tálgar
hnífasköft úr rostungstönnum.
Það er hrúga af fötum sem
ég þarf að gera við: svefnpok-
ar, loðskinnsvesti, vettlingar og
sokkar.
Við vinnum húsverkin til
skiptis. Það fer allur dagurinn
í það, og maturinn verður fjöl-
breyttari, því að hvert hefur
sína aðferð við matartilbúning-
inn.
Á kvöldin spilum við. Við er-
um alltaf að spyrja okkur sjálf,
hvenær ísinn muni koma og
hvort birnirnir komi með hon-
um. Karlmennirnir eru orðnir
áhyggjufullir út af kjötbirgð-
unum. ,
Nú er alltaf niðamyrkur úti.
Pjöllin eru ekkert annað en
hvítir skuggar, sjórinn ekkert
annað en svartur skuggi — þar
til þessir skuggar hverfa líka
í myrkrið.
Um miðjan desember léttir
þokunni. Það er eins og við sé-
um stödd á öðrum hnetti ein-
hversstaðar úti í geimnum.
Snæviþakið landið er kyrrt og
stirðnað í tæru loftinu. Hver-
skorningur í fjöllunum og mis-
hæð á landinu sést greinilega.
Ótrúlega skær norðurljós líða
yfir himingeiminn, geislar þeirra
líkjast blikandi glerstöngum.
Þau blossa upp hátt í lofti og
hrapa svo niður í áttina til mín
og verða skærari og bjartari.
Þau sveiflast og dansa um all-
an himininn, síðan dofna þau
og hverfa.
Ef fólkið heima vissi hve dá-
samlegt er hérna! Það getur
ekki hugsað um annað en skelf-
ingar heimsskautsnæturnar!
Það hefur enga hugmynd um
að undir þessum blikandi himni
verður hugur mannsins líka
heiður og bjartur.
Það sést ekki lengur minnsta
dagsskíma; umhverfis okkur er
aðeins hyldjúp, stjörnubiört
nótt. Nú er fullt tungl og það
líður í stöðugri hringrás yfir
himingeiminn. Enginn nema sá
sem reynt hefur, getur gert sér
í hugarlund áhrif tunglsljóssins
á mjúka fannbreiðuna á norður-
slóðum. Það er eins og maður
sé að leysast upp í ljósinu; vit-
und mannsins er lauguð birtu.
Við höfum verið mikið úti í
tunglsljósinu. Karlrnennirnir
segja að ég sé tunglsjúk, af því
að ég vil helzt vera niðri í f jöru
og horfa á hvernig tunglsljósið
speglast á ruggandi ísjökunum.
Ekkert getur fengið mig ofan
af því, að ég sé sjálf tunglsljós-