Úrval - 01.02.1955, Page 110

Úrval - 01.02.1955, Page 110
108 ÚRVAL Við sáum hana síðast í fjalla- skarði beint á móti okkur. Nú sjáum við bjarma bak við fjöll- in. Þarna er hún! Það blikar skært ljós í skarðinu. Við höfum séð sólina. Máfur kemur fljúgandi inn f jörðinn — fyrsti máfurinn, sem kemur aftur. Þegar hann sér okkur, hækkar hann flugið og flýgur nokkra hringi yfir okkur. Svo heldur hann för sinni á- fram. Það er eins og hann sé fyrsta lífveran sem tekur sér bólfestu í þessum nýskapaða töfraheimi. * Fögnuðurinn yfir ískomunni og sólinni varð skammvinnur. Karlmennirnir segja að ísinn sé of mikill. Það er ekki hægt að veiða birni og sel nema vakir séu í ísnum, og það eru engar vakir sjáanlegar á þessari miklu ísbreiðu. Við verðum ekki vör við nein dýr á firðinum. Karl- mennirnir eru þögulir og alvar- legir. I lok febrúar leggur Karl af stað inn í land til þess að vitja um refagildrurnar. Hermann ætlar að fylgja honum á leið. Hann ber þungan bakpoka. Ég gleymi aldrei fegurð þessa morguns. Ég stend lengi fyrir utan dyrnar og nýt útsýnisins. Síðan fer ég inn í kofann. Mér blöskrar óreiðan og óhreinindin. Áður en ég veit af, er ég farin að þvo herbergið hátt og lágt úr heitu sápuvatni. Þegar Her- mann kemur heim, er vatnið frosið á gólfinu og veggjunum. Kofinn er eins og glitrandi kristalshöll að innan. „Ertu vitlaus?“ hrópar Her- mann. „Það er betra að vera vitlaus í hreinum kofa en heilbrigður í svínastíu,“ hreyti ég út úr mér og held áfram að þvo. Eftir nokkra daga fer mað- urinn minn til Biscay Hook, þar sem Sveinn Ohlsen hefur vetur- setu. Hann hefur von um að veiða eitthvað þar, því að þar er auður sjór. Áður en hann fer, gefur hann mér síðasta bitann af frostna refakjötinu og skipar mér að borða það. Ég hef verið ein í níu daga. Hermann sagði mér ekki hve lengi hann yrði í burtu. Það er alltaf sama frostið og snjór yfir öllu. Ég er farin að verða hrædd þegar ég horfi á auðnina um- hverfis mig. Ég sit inni í kofan- um og keppist við að sauma. Ég er að reyna að gleyma öm- urleikanum fyrir utan. Ég er búin að vera ein í ellefu daga. Ég er orðin smeik um Hermann. Ég hef mokað snjó- inn frá glugganum svo að ég geti horft út á sjóinn. Það eru hyllingar yfir ísnum. Það er fyrirboði veðrabrigða. Fjórtánda daginn. Ég er hætt að horfa út um gluggann — ég þoli ekki lengur að horfa á helfrosna auðnina. Á sextánda degi heyri ég skothvell og dökkur depill á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.