Úrval - 01.02.1955, Síða 113
VETURSETA Á SVALBARÐA
111
Fjallablómin eru farin að
springa út. í fuglabjarginu er
hver sylla þéttsetinn fugli, sem
liggur á eggjum.
Það eru komnar vakir á ísinn
á firðinum. Síðan fer þessi mikla
breiða allt í einu að þokast vest-
ur á bóginn. Einn dag er sunn-
anvindur og þá rekur allan ís-
inn af firðinum.
Einn morguninn heyrðum við
í skipsflautu. Það er litla,
norska gufuskipið sem flutti
okkur hingað í fyrra. Ég er
bæði glöð og sorgbitin, því að
nú verðum við að halda heim.
Vélbátur kemur í land og
sjómennirnir hjálpa okkur til að
ganga tryggilega frá öllu. Síð-
an förum við með beim út í
skipið. Konumar um borð
faðma mig að sér eins og ég
væri dóttir þeirra. Þúsund
spurningum rignir yfir okkur;
við höfum ekki við að svara.
Skipið fer að hreyfast. Kofinn
okkar á ströndinni verður minni
og minni. Farþegarnir stara á
okkur og furða sig á því, hve
vænt okkur getur þótt um þetta
ömurlega og hrjóstruga land.
Nei, það þarf meira en far-
miða með skipi til þess að kynn-
ast leyndardómum heimskauts-
landsins.. Maður verður að lifa
þar langa vetrarnóttina, glíma
við stormana og komast að raun
um, hve maðurinn er smár og
vanmáttugur. Maður verður að
hafa starað á auðnina, kalda og
dauða, til þess að kunna að
meta lífið. Leyndardómur og
fegurð heimskautslandanna eru
fólgin í endurkomu ljóssins, í
töfrum íssins og í náttúrulög-
málunum, sem birtist þar í öllu
sínu veldi.
*
Við sitjum í borðsal skipsins
og brögðum á sósum og kryddi.
Okkur finnst það ekki eins gott
og áður. Andspænis okkur situr
Bjömes, gamall Svalbarðingur,
í dökkgrárri sjómannspeysu.
Hann heldur á selkjötsstykki og
sker af því bita með veiðihnífn-
um sínum. Hann lítur ekki við
sósunum og skiptir sér ekkert
af farþegunum. Hann lítur ekki
upp, en það er eins og hann
finni á sér að ég og maðurinn
minn horfum á hann. Hann veit
að mér er söknuður í huga, og
til þess að auðsýna mér vott
um samúð sína og vináttu, sker
hann stóran bita af svörtu og'
þurru kjötinu og réttir mér
hann yfir borðið.
Ó. B. þýddi.