Úrval - 01.02.1955, Page 115
STRÁKAPÖR.
Framhald af 4. kápusíðu.
ingakrá frá því um eftirmiödag-
inn og langt fram á nótt, og gæti
hver maður sagt sér, hvað hann
hefði verið að gera þarna í kránni
allan þennan tíma.
Götusóparanum barst 'til eyrna
þessi söguburður konunnar og
hugsaði sér að launa henni lamb-
ið gráa. Kvöld eitt fór hann með
vagninn sinn, setti hann fyrir
utan dyrnar hjá konunni — og
lét hann vera þar alla nótt-
ina.
Pjórir kunningjar fóru eitt sinn
saman í ferðalag með járnbraut-
arlest. Einn þeirra hafði keypt
farmiða fyrir þá alla. Sá var dá-
lítið gefinn fyrir strákapör, og
af því að hann vissi, að einn fé-
lagi hans var feiminn og heldur
kjarklítill, einkum ef einkennis-
klæddur maður var annarsvegar,
þá sneri hann sér að honum og
sagði: „Mikil anzans vandræði,
ég gleymdi að kaupa farmiða
handa þér.“
Þeim feimna brá illa við, og
ekki batnaði líðanin þegar félag-
ar hans tóku að útskýra fyrir
honum hvaða afleiðingar það gæti
haft, ef upp kæmist, að hann
hefði ætlað að komst frítt með
Ríkisjárnbrautunum. Svo fór, að
þremenningarnir gátu talið félaga
sinn á að skríða undir sæ'tið og
fela sig þar þangað til lestar-
þjónninn, sem tók af farþeg-
unum miðana, væri búinn að
koma.
Þegar lestarþjónninn kom, fékk
hann afhenta fjóra miða.
„Hvernig ber að skilja þetta?"
spurði hann. „Hvar er fjórði far-
þeginn?"
„Hann," — svaraði sá sem af-
henti miðana, „hann er dálítið
hinseigin. Hann lagði sig þarna
undir sætinu!"
Tvær rosknar piparmeyjar sátu
á baðströnd. Þeim var tíðrætt um
alvöru- og siðleysi æskunnar,
dónalega efnislítil baðföt og ýmis-
legt fleira, sem gjarnan er slíkum
konum hneykslunarhella.
Þær voru svo niðursokknar í
umræðuefni sitt, að þær tóku ekki
eftir þvi, að ungur maður lædd-
ist aftan að þeim og „hnuplaði"
kassavélinni, sem lá fyrir aftan
þær á sandinum. Hann læddist
burt með myndavélina, fór með
hana yfir á þann hluta baðstrand-
arinnar, sem einungis var heimil-
aður karlmönnum og tók þar f jór-
ar myndir af þeim karlmönnum,
sem honum leizt bezt á. Því næst
fór hann með myndavélina til
baka og laumaði henni á sinn
stað, án þess að konumar tækju
eftir því.
Ungi maðurinn hefur oft síðan
brosað með sjálfinn, sér þegar
honum hefur orðið hugsað til þess,
hvernig konunum varð við þegar
þær fengu myndirnar úr fram-
köllun!