Úrval - 01.02.1955, Síða 116
Strákapör.
Ur RVALI hafa ekki enn borizt
neinar frásagnir af stráka-
pörum, sem akkur er í að birta.
En til þess að halda mönnum við
efnið og minna á, að Úrval tekur
enn við strákaparasögum og verð-
launar þær sem birtar verða,
koma hér nokkrar útlendar til
viðbótar við þær, sem birtust i
síðasta hefti.
Fyrst er hér ein um prakkarann
Jim Moran, sem lesendur munu
minnast úr siðasta hefti. Þegar
hann var imgur, hafði hann ekki
beinlínis ást á lögreglunni frekar
en títt er um unga menn, og gerði
sér stundum til gamans að leika
á verði laganna í New York. Eitt
sinn lét hann smíða sér garðbekk,
sem var nákvæm eftirlíking af
bekkjunum I Central Park. Þenn-
an bekk bar hann svo með hjálp
félaga síns gegnum Central Park.
Þeir höfðu ekki lengi rogast
með bekkinn, þegar þeir mættu
lögregluþjóni, sem spurði þá hvað
þeir væru að fara með bekkinn.
„Heim," sagði Jim.
„Leggið frá ykkur bekkinn og
hypjið ykkur burtu," sagði lög-
regluþjónninn.
„Eg held nú ekki," sagði Jim,
„ég á bekkinn, og ég fer með
hann heim."
Lögregluþjónninn tók þá Jim
án frekari umsvifa og fór með
hann á lögreglustöðina. Þegar
þangað kom, lagði Jim fram kvitt-
eraðan reikning fyrir bekknum,
svo að ekki var lengur hægt að
véfengja, að hann væri réttur
eigandi hans. Nærri má geta, að
Jim hefur notið þess að sjá upp-
litið á lögregluþjóninum, sem
hafði tekið hann fastan, enda seg-
ir sagan, að hann hafi leikið þenn-
an leik 24 sinnum, en þá mun
þeim á lögreglustöðinni hafa þótt
nóg komið, því að honinn var
tjáð, að ef hann rogaðist enn
einu sinni með garðbekk gegnum
Central Park, mundi hann verða
dæmdur i háa sekt fyrir „að
sýna réttinum óvirðingu".
Eftirfarandi frásagnir eru tekn-
ar úr tímaritinu „Det Hele":
I bæ einum á Norðurjótlandi
bjó kona nokkur, sem þótti helzt
til afskiptasöm um armarra hagi
og háttalag. Eitt sinn bar hún
út þá sögu um einn götusópar-
ann í bænum, að hann væri drykk-
felldur. Kvaðst hún með eigin
augum hafa séð, að ruslavagninn
hans hefði staðið fyrir utan veit-
Framhald & 3. kápuaíSu.
BTEINDOHBPRENT H.F.