Bókatíðindi - 01.12.2000, Page 8
íslenskar barna-og unglingabækur
ERT ÞÚ BLÍÐFINNUR?
ÉG ER MEÐ MIKILVÆG
SKILABOÐ
Þorvaldur Þorsteinsson
Fyrir tveimur árum kom
út bókin Ég heiti Blíð-
finnur en þú mátt kalla
mig Bóbó. Sjaldan hefur
barnasaga fengið jafn-
góðar viðtökur gagnrýn-
enda og lesenda. Bókin
fékk barnabókaverðlaun-
in árið 1999 og er nú að
hefjast sigurför hennar
um allan heim. I þessari
nýju sögu faer Blíðfinnur
óvænta heimsókn sem
hrindir af stað æsispenn-
andi atburðarás og mark-
ar upphaf á nýjum kafla í
lífi hans.
124 blaðsíður.
Bjartur
ISBN 9979-865-75-X
Leiðb.verð: 2.480 kr.
ÉG STJÓRNA EKKI
LEIKNUM
Jón Hjartarson
Tölvuleikir og stelpur er
það sem Geira er efst í
huga þótt samræmdu
prófin nálgist óðum - en
á árshátíðinni gerist at-
burður sem umbyltir öllu
lífi hans. Hvers vegna í
ósköpunum hafði hann
endilega þurft að eyði-
leggja allt fyrir sér með
því að skipta sér af strák-
unum sem voru að kvelja
Benna? Áður en Geiri
veit af er hann á leiðinni
út á land, í ókunnugt um-
hverfi, til ættingja sem
reynast búa yfir leyndar-
málum sem enginn vill
draga fram í dagsljósið.
Hvað er falið í þrönga
hellinum niðri í bjarg-
inu? Hvers vegna gengur
Finnur frændi um með
byssu og hvað varð af
Óla? Til að fá svör við
spurningum sínum þarf
Geiri að leysa af hendi
einstæða þrekraun.
136 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0397-3
Leiðb.verð: 2.480 kr.
Hallfríður Ingimundardóttir
Fingurkossar
frá Iðunni
FINGURKOSSAR
FRÁ IÐUNNI
Hallfríður
Ingimundardóttir
Iðunn hefur nýlega misst
mömmu sína og vinirnir
virðast uppteknari en
nokkru sinni fyrr. Svo
ekki sé minnst á pabba
hennar. En það er óþarfi
að láta sér leiðast og með
hjálp „frekjunnar í hús-
inu á móti“ og fleiri góðra
vina tekur Iðunn málin í
sínar hendur. Fjörug saga
um ljósar og dökkar hlið-
ar mannlífsins eins og
það horfir við fimmtán
ára stelpu. Enginn vafi
leikur á niðurstöðunni:
Lífið er bara þokkalega
fínt!
191 blaðsíða.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2093-1
Leiðb.verð: 2.290 kr.
Flóttinn
Gæsahúð 4
FLÓTTINN HEIM
Helgi Jónsson
Hér kemur fjórða bókin í
þessum vinsæla bóka-
flokki. Allar bækurnar í
Gæsahúðarflokknum hafa
verið á metsölulistum
síðustu ára. Gæsahúð 4 -
Flóttinn heim er fram-
hald af Gæsahúð 3 -
Gula geimskipinu. Hér
fylgjumst við með för
Hafþórs til plánetunnar
Zarox til að bjarga vin-
konu sinni Zetu og ekki
síður til að snúa aftur til
Jarðar áður en foreldrar
hans deyja. Þrælspenn-
andi lesning fyrir krakka
og unglinga eftir Helga
Jónsson.
85 blaðsíður.
Bókaútgáfan Tindur
Dreifing: Isbók
ISBN 9979-9350-6-5
Leiðb.verð: 1.190 kr.
Bestu barna-
brandararnir
Bestu barna-
brandararnir
GEGGJAÐ GRÍN
Makalaust grín og hávær
hlátur. Bókin sem allir
vilja lesa; börn, ungling-
ar og fullorðnir. Jafnvel
hinir leslötustu gleypa
þessa bók í sig — og lesa
hana svo aftur og aftur
og auðvitað einu sinni
enn.
80 blaðsíður.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-9430-3-3
Leiðb.verð: 990 kr.
GEITUNGURINN 3
Árni Árnason
Myndskr.: Halldór
Baldursson
Geitungurinn er flokkur
vinsælla verkefnahefta
handa börnum sem vilja
læra að lesa. Geitungur-
inn 3 er nýjasta heftið í
þessum flokki, í heftinu
eru m.a. æfingar í að
nota blýant, liti, skæri og
lím, stórir og litlir stafir
til að lesa, lita eða skrifa,
6