Bókatíðindi - 01.12.2000, Qupperneq 44
íslensk skáldverk
wAM00 ■Sfydaj rlí'ldrí^ec
1
H | ó RTU R MA RT EIN SO N
AM 00
Söguleg skáldsaga
Hjörtur Marteinsson
Skáldsagan AM 00 hlaut
Bókmenntaverðlaun Tóm-
asar Guðmundssonar árið
2000 og segir af hinum
unga Jóni Olafssyni frá
Grunnavík, skrifara Árna
Magnússonar handrita-
safnara, eftir brunann
mikla í Kaupmannahöfn
1728. Mitt í öngþveitinu
stendur Árni í rústum
lífs síns. Kona hans,
Metta, felur Jóni að finna
Árna og fá hann til að
snúa aftur til fyrra lífs. I
leit að herra sínum verð-
ur skrifarinn smám sam-
an nokkru nær um hans
innri mann. Lesandinn
kynnist um leið Grunn-
víkingnum dularfulla og
Mettu Magnusen. Marg-
slungin bók sem fjallar
um skáldskapinn, fræði-
mennskuna, myrkrið og
birtuna, ástina, lífið og
dauðann.
Um 432 blaðsíður.
JPV FORLAG
ISBN 9979-761-34-2
Leiðb.verð: 4.480 kr.
ANNAÐ LÍF
Auður Jónsdóttir
Guðmundur Jónsson er
54 ára verkamaður í
Reykjavík, nýfluttur þang-
að frá Seyðisfirði. Vinur
hans, giftur tælenskri
konu, telur Guðmund á að
veita Napassorn, tvítugri
tælenskri fegurðardís,
húsaskjól meðan hún
kemur undir sig fótun-
um í nýjum heimi. Þau
kynni reynast afdrifarík.
Hér er fjallað um tog-
streitu og samlíf fólks af
ólíkum uppruna og um
það skrifar Auður af
sömu hlýju og nærfærni
og einkenndi fyrstu
skáldsögu hennar, Stjórn-
lausa lukku, sem vakti
mikla athygli og var til-
nefnd til Islensku bók-
menntaverðlaunanna.
208 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2105-9
Leiðb.verð: 3.990 kr.
BLÁR ÞRÍHYRNINGUR
Sigurður Pálsson
Sagan gerist í Reykjavík
samtímans. Margar ljós-
lifandi persónur koma
við sögu en í sögumiðju
eru Benjamín sem þráir
Júlíu sem þráir Stellu,
konu Benjamíns, sem
þráir hann ... Þau þrjú
dansa krappan dans lífs-
þorsta og dauðaþrár. Leit
að hlutverki í lífinu, ást-
arþrá, tengsl landsbyggðar
og borgar, náttúru og
mannlífs ... eru megin-
þræðir í meistaralega þétt-
um söguvef bókarinnar.
Sigurður Pálsson sló
rækilega í gegn með fyrstu
skáldsögu sinni, Parísar-
hjóli, og staðfestir hér
enn frekar tök sín á skáld-
sagnaforminu. Hann er
löngu viðurkenndur sem
eitt helsta núlifandi ljóð-
skáld okkar en hefur á
undanförnum árum sýnt
að hann er jafnvígur á
ljóð, leikrit og skáldsögur.
179 blaðsíður.
JPV FORLAG
ISBN 9979-761-15-6
Leiðb.verð: 3.980 kr.
BREKKUKOTSANNÁLL
Halldór Laxness
Brekkukotsannáll er í
hópi vinsælustu skáld-
sagna Halldórs Laxness.
Alþýðleikinn og það orð-
færi sem alþýðufólki er
tamt einkennir frásögn-
ina, en á þann hátt tekst
höfundi að draga upp
mannlífslýsingar sem
eru meðal hins eftir-
minnilegasta í verkum
hans.
316 blaðsíður.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-0225-4
Leiðb.verð: 3.980 kr.
Allar nýjustu bækumar
...og mikið urval eldri bókaj
BÓKABÚÐIN
IV HLEMM I
SKAKHUSIP
Laugavegí 1 18 Sími 511 1130
42