Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 62
íslensk skáldverk
Einlægur áhugi á lífs-
hlaupi og lífskjörum al-
þýðukvenna endurspegl-
ast í verkinu. Höfundur
gerir sér far um að setja
sig inn í aðstæður, líf og
langanir þessara kvenna
og skila til kynslóðar
okkar. Hér skrifar móðir
um mæður, kona um
konur.
252 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-484-4
Leiðb.verð: 3.480 kr.
SPEGILSÓNATA
Þórey Friðbjörnsdóttir
Áleitin og erótísk saga
um það sem alltaf er en
aldrei verður: Ævaforn
lögmál sem hefðin horfir
fram hjá, ástina sem neit-
ar að deyja, syndina sem
byltist í fylgsnum, fórn-
ina sem skiptir sköpum.
Þetta er sagan um það
sem býr á bak við spegil-
myndina.
Með einstæðum tökum
á frásagnarhætti og stíl
fjallar höfundur um mis-
kunnarlausar en um leið
Kaupfélag
Húnvetninga
540 Blömtuós
S. 452 4200
ómótstæðilegar mótsagn-
ir í lífi aðalpersónanna
og glímu þeirra við göm-
ul örlög. Hann segir sögu
karls og konu sem leiðast
um lífið á laun eins og tré
sem flétta rætur djúpt í
mold, söguna sem allir
þekkja en enginn sér.
Þetta er fjórða skáld-
saga höfundar og sú
fyrsta fyrir fullorðna en
Þórey hlaut fslensku
barnabókaverðlaunin fyr-
ir Eplasnepla árið 1995.
162 blaðsíður.
JPV FORLAG
ISBN 9979-761-12-1
Leiðb.verð: 3.680 kr.
STEFNUMÓT
Smásögur Listahátiðar
Stefnumót hefur að
geyma tólf sögur úr smá-
sagnasamkeppni Lista-
hátíðar í Reykjavík árið
2000. Hér eru birtar
verðlaunasögurnar þrjár
ásamt níu öðrum sögum
sem dómnefnd valdi til
birtingar. Þær eru ólíkar
hvað varðar efnistök og
innihald en sýna ótví-
rætt að smásagan er öfl-
ugt og lifandi listform
sem stendur með mikl-
um blóma hér á landi.
220 blaðsíður.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1466-X
Leiðb.verð: 3.280 kr.
STRENGIR
Ragna Sigurðardóttir
Bogi og María Myrká eru
ung, allt er leyfilegt, all-
ar dyr standa þeim opn-
ar og framtíðin er óskrif-
að blað. Þau kynnast á
níunda áratugnum og í
tvö ár eiga þau í eldheitu
ástarsambandi. Það er
komið að aldamótum
þegar þau svo hittast aft-
ur eftir langan aðskilnað.
Ástin blossar upp á ný
og hlífir engum. María er
einstæð móðir í þriðja
ættlið kvenna sem hver
hefur svalað frelsisþrá
sinni á ólíkum tímum.
Allar tengjast þær síðan
náttúrunni sterkum
böndum, náttúran sjálf er
sögupersóna, nálæg, al-
sjáandi og sívökul. Þessi
sterka saga á eftir að
koma mörgum á óvart.
212 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2123-7
Leiðb.verð: 3.990 kr.
SUMARBLÚS
Fríða Á. Sigurðardóttir
Sex smásögur, sjálfstæð-
ar en þó laustengdar. Hér
sýnir Fríða Á. Sigurðar-
dóttir enn og aftur að
hún kann þá list að
halda lesendum sínum
föngnum. Gömul kona
óttast dauðann, telpu-
kríli í heimi sem er
mörgum númerum of
stór — persónurnar eru
konur á öllum aldri sem
sveiflast milli raun- og
draumheima, nútíðar og
fortíðar, veruleika og æv-
intýra. Eins og marg-
breytileiki lífsins bíður
upp á. Stíllinn er fágaður
og heilsteyptur, en um
leið óheftur og frjór.
Tónninn ljúfsár, sam-
bland saknaðar og trega,
ástar til lífsins, en um
leið óvissu og efasemda.
Fríða hlaut Bók-
menntaverðlaun Norður-
landaráðs árið 1992.
121 blaðsíða.
JPV FORLAG
ISBN 9979-761-19-9
Leiðb.verð: 3.680 kr.
Borðeyri • 500 Staður
Sími 451 1130 • Fax 451 1155
Netfang: kfhbQaknet.is
r /A
J\
60