Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 72
Þýdd skáldverk
hneykslun og aðdáun fyr-
ir berorð verk sín, stofnaði
sértrúarhóp, barðist fyrir
frelsi lífs og lista og helg-
aði síðustu æviár sín bar-
áttunni gegn nýtingu
kjarnorku. Bókin er gefin
út í samstarfi við hópinn
Tekknólamb sem fæst við
kynningu og þýðingar á
framsæknum meistara-
verkum bókmenntasög-
unnar.
138 blaðsíður.
Forlagið
ISBN 9979-53-415-X
Leiðb.verð: 2.990 kr.
BRÚÐKAUPIÐ
Danielle Steel
Þýðing: Hrefna
Filippusdóttir
Símon Steinberg og Blaire
Scott eru meðal virtustu
hjóna í Hollywood. Þau
hafa afsannað gamla nei-
kvæða umtalið um
Hollywood-hjónabönd og
haldið sínu saman í ára-
tugi. Börnin eru þrjú, eitt
þeirra, Allegra Steinberg,
29 ára gömul, er lögfræð-
ingur stjarnanna og svar-
ar símtölum hvenær sem
er sólarhringsins. Við
slfkar aðstæður og tíma-
frek umsvif gefst lítið
svigrúm fyrir einkalíf.
Þar kemur þó að hún
hittir rithöfund í New
York og við það verður
umbreyting á lífi hennar.
Og allt í einu er hún far-
in að ráðgera brúðkaup
sitt á heimili foreldra
sinna í Bel Air. Spennan
sem þessu fylgir dregur
fram bæði það góða og
illa í öllum. Ungir og eldri
stríða hvert við sín vanda-
mál, svo sem tryggðarof
og óheiðarleika og í ljós
kemur þýðing brúðkaups-
ins fyrir Allegru. Brúð-
kaupið verður tækifæri
fjölskyldunnar til að
sameinast og sættast.
240 blaðsíður.
Setberg
ISBN 9979-52-257-7
Leiðb.verð: 2.950 kr.
DAUÐINN Á NÍL
Agatha Christie
Þýðing: Ragnar
Jónasson
Dauðinn á Níl er ein
frægasta skáldsaga Agöt-
hu Christie. Bókin er
meðal annars þekkt
vegna samnefndrar kvik-
myndar frá áttunda ára-
tugnum. Þar fór Peter
Ustinov með hlutverk
leynilögreglumannsins
Hercule Poirot, sem er á
ferðalagi á gufuskipi á
Nílarfljóti þegar einn far-
þeganna finnst myrtur í
klefa sínum. Um borð eru
fjölmargir ferðalangar -
og flestir virðast hafa eitt-
hvað að fela! Þessi bók er
tvímælalaust eitt af
meistaraverkum drottn-
ingar sakamálasagnanna.
255 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-474-7
Leiðb.verð: 3.480 kr.
DJÖFLARNIR
Fjodor Dostojevskí
Þýðing: Ingibjörg
Haraldsdóttir
Hinn mikli rússneski
meistari byggir sögu sína
á hroðalegu morðmáli
þar sem við sögu kom
hópur stjórnleysingja á
19. öld. Hann gerir upp
sakirnar við þær hug-
myndir sem hvarvetna
voru á sveimi í Rúss-
landi á þessum tímum
og hann áleit hina raun-
verulegu djöfla: Hug-
myndir um sósíalisma,
stjórnleysi og guðleysi.
En þrátt fyrir myrkar lýs-
ingar á illvirkjum, flátt-
skap og fólsku er þetta
stórvirki heimsbókmennt-
anna um leið ein fyndn-
asta bók Dostojevskís, full
af fáránlegum uppákom-
um og spaugilegum kar-
akterum. Þar með hefur
Ingihjörg þýtt öll helstu
stórverk Dostojevskís á
íslensku.
669 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2003-6
Leiðb.verð: 4.980 kr.
DOKTOR FÁSTUS
Thomas Mann
Þýðing: Þorsteinn
Thorarensen
I fyrra gaf Fjölvi út Búdd-
enbrooks, frægustu skáld-
sögu Tómasar Mann. í ár
kemur hins vegar stór-
brotnasta skáldverk hans,
Doktor Fástus. Hún lýsir
örlögum þar sem Djöfull-
inn heldur um taumana.
Aðalsöguhetjan, Adrian
Leverkiihn selur sál sína
Djöflinum og hlýtur í
staðinn velgengni, frægð
og frama sem mikilhæft
tónskáld. En sjálfur á
hann í miklu sálarstríði,
má engan elska og lokast
að lokum inn í sjálfan
sig. Er einhver von um
náð? Magnað skáldverk
þar sem höfundur tekst á
við ótal spurningar um
manninn og eðli hans,
trúarbrögð, siðfræði, um
Þýskaland nasismans,
sem hann fordæmdi,
enda voru verk hans
bönnuð í Þýskalandi. Án
efa eitt merkilegasta
skáldverk 20. aldarinnar.
640 blaðsíður.
Fjölvi
ISBN 9979-58-340-1
Leiðb.verð: 4.480 kr.
70