Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 93
Ljóð
menn hins vegar að end-
urmeta skáldskap hans
og nú er nafn hans nefnt
í sömu andrá og nafn
Shakespeares, Shelleys
og Byrons. Sjaldan hefur
ungur þýðandi kvatt sér
hljóðs á svo eftirminni-
legan hátt sem í þessari
bók.
80 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2101-6
Leiðb.verð: 2.980 kr.
sigmundur ernir
rúnarsson
sögur af alsLrl______
og efa
Ijið 09 IJiðsðgur
0*
SÖGUR AF
ALDRI OG EFA
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
Hinn þjóðkunni sjón-
varpsmaður mun koma
lesendum skemmtilega á
óvart með Ijóðsögum sín-
um. Hugljúf og persónu-
leg ljóð þar sem yrkisefn-
ið er m.a. sótt til hvers-
dagslífsins, náttúrunnar
og Parísar.
Þetta er fimmta ljóða-
bókin úr smiðju Sig-
mundar Ernis en hann
hefur tekið þátt í fjölda
annarra ritverka, ljóð-
skreytt bækur og haldið
ljóðasýningar, auk þess
að skrifa greinar og semja
efni fyrir útvarp og sjón-
varp.
63 blaðsíður.
JPV FORLAG
ISBN 9979-761-20-2
Leiðb.verð: 2.480 kr.
SÖNGFUGL
AÐ SUNNAN
Ljóðaþýðingar
Þýðing: Þorsteinn
Gylfason
Hér er að finna margar
Ijóðaperlur í andríkum
og nákvæmum þýðingum
Þorsteins Gylfasonar, ljóð
eftir höfuðskáld eins og
Shakespeare, Goethe og
Púshkín, en einnig eftir
minna þekkt góðskáld
eins og Piet Hein og
Tove Ditlevsen. Þá eru í
bókinni þýddar allmarg-
ar spænskar þjóðvísur.
Síðari hluti bókarinnar
er helgaður þýska skáld-
inu Bertolt Brecht. Ljóð-
in eru birt á frummálinu
við hlið þýðinganna svo
lesendur geta borið þýð-
ingarnar saman við frum-
gerðirnar sér til skemmt-
unar og fróðleiks.
319 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2004-4
Leiðb.verð: 3.280 kr.
UNDIR BLÁHIMNI
Skagfirsk úrvals-
Ijóð og vísur
Bjarni Stefán
Konráðsson tók saman
I þessari bók er að finna
margar af merkustu ljóða-
perlum Skagfirðinga fyrr
og síðar. A meðal höf-
unda eru Sigurður Han-
sen, Jóhann Guðmunds-
son (Jói í Stapa), Stephan
G. Stephansson, Magnús
Gíslason á Vöglum, Emma
Hansen, Andrés Björns-
son eldri, Dýrólína
Jónsdóttir, Ólafur B.
Guðmundsson, Haraldur
Hjálmarsson frá Kambi,
Indriði G. Þorsteinsson,
Guðmundur L. Friðfinns-
son, Egilsá, Ólína Jónas-
dóttir og Jónas Jónasson
frá Hofdölum.
Bókin er gefin út í til-
efni af 30 ára afmæli
Skagfirsku söngsveitar-
innar og 15 ára afmæli
Söngsveitarinnar Drang-
eyjar og hafa mörg ljóð-
anna ekki birst áður á
prenti.
209 blaðsíður.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-9468-4-9
Leiðb.verð: 3.500 kr.
Bókaverslun A. Bogasonar
og E. Sigurðssonar
Austurvegi 23
710 Seyðisfjörður
S: 472 1271
VETRARMYNDIN
Þorsteinn frá Hamri
„Það læðist í hjartað, /
líður um vitin: / angur-
værð, sagði ég / ungur
forðum og lausmáll ...“
Meitluð ljóð Þorsteins frá
Hamri eru tær og margræð
í senn, gædd einstæðum
töfrum og kynngimætti;
hógvær og hljóðlát en um
leið áleitin, kraftmikil og
áhrifarík. Vetrarmyndin er
fimmtánda ljóðabók Þor-
steins.
56 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0390-6
Leiðb.verð: 2.980 kr.
Vísnabók
Guðbrands
VÍSNABÓK
GUÐBRANDS
Vísnabók Guðbrands
Þorlákssonar kom fyrst
út árið 1612. Hún er í
91