Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 103
Fræði og bækur almenns efnis
tíma dulsmál. Oft voru
konur einar að verki en
iðulega komu feður barn-
anna nærri eða áttu frum-
kvæðið. Lagaákvæði sem
giltu fram á 19. öld mið-
uðu við að það eitt, að
barn fæddist látið, nægði
til sakfellingar, nokkuð
sem er einsdæmi í réttar-
sögu landsins. Refsingar
voru grimmilegar og síð-
asta aftaka fyrir dulsmál
fór fram árið 1792. í
þessari bók eru birtir í
heilu lagi fjórtán dómar
úr héraði þar sem máls-
atvik koma skýrt fram. I
inngangi er gerð grein
fyrir slíkum málum í
heild og réttarþróun rak-
in. Skrá fylgir yfir öll
mál sem vitanlega komu
fyrir rétt sem möguleg
dulsmál, rúmlega 100
talsins.
286 blaðsíður.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-428-7
Leiðb.verð: 1.980 kr.
FEGRAÐU LÍF ÞITT
Victoria Moran
Þýðing: Þóra Sigríður
Ingólfsdóttir
í þessari fallegu sjálfs-
ræktar- og gjafabók er að
finna leiðbeiningar um
hvernig hægt er að fá það
besta út úr lífinu þrátt
fyrir annríki nútímans.
Bókin er sérstaklega
skrifuð fyrir konur en
höfundurinn hefur ferð-
ast um víða veröld í leit
að hinni vandfundnu
leið til fullnægjandi lífs.
í bókinni eru sjötíu stutt-
ir kaflar en hver þeirra
afhjúpar leyndarmál sem
allar önnum kafnar
konur ættu að þekkja.
249 blaðsíður.
Salka
ISBN 9979-766-42-5
Leiðb.verð: 2.980 kr.
FERÐ UM ÍSLAND 1809
William Jackson Hooker
Þýðing: Arngrímur
Thorlacius
Þetta er ferðasaga ungs,
bresks grasafræðings,
William Jackson Hooker,
sem hingað kom með
ensku kaupfari. Á þess-
um tíma var breska
heimsveldið sennilega
voldugasta ríki Evrópu,
en Island að sama skapi
einhver afskekktasti og
aumasti útnári hennar.
Þetta er því lýsing heims-
manns á framandi landi
byggðu frumstæðu fólki -
skítugu, lúsugu, sjúku,
trúræknu en svolítið hjá-
trúarfullu, bláfátæku en
ótrúlega gestrisnu. Það er
þó náttúran sem fangar
hug hans, stórbrotin,
hrjúf og dyntótt. Jörund-
ur nokkur hundadaga-
konungur kom með
sama skipi til landsins.
Þetta var í stjórnartíð
Napóleons og banda-
menn hans Danir áttu í
stríði við Breta. Islend-
ingar voru kúgaðir af
dönskum nýlenduherr-
um sem voru í herkví
Breta. Mitt í öllu saman
stóð hinn danski ævin-
týramaður og Englands-
vinur, kippti í spotta og
ataðist. Jörundi hefur
jafnan verið lýst sem
trúði, en hvernig gat
trúðurinn tekið öll völd í
landinu? Hver var fíflið?
Sjá nánar: www.jola-
bok.is
Um 250 blaðsíður.
Fósturmold ehf.
ISBN 9979-60-584-7
Leiðb.verð: 3.980 kr.
\KS PFTI'RSSOM AKH l'l ITIKSSON
FJOLMIÐLA
FRÆÐI
FJÖLMIÐLAFRÆÐI
Lars Petersson og
Áke Petterson
Þýðing: Adolf Petersen
Bók þessi fellur að mark-
miðum nýrrar námskrár
fyrir grunnáfanga í fjöl-
miðlafræði. Fjallað er
um fjölmiðla almennt,
eðli þeirra og uppruna,
áhrif og vald. Lýst er
bæði innlendum og er-
lendum fjölmiðlum og í
hverjum kafla eru verk-
efni og umhugsunarefni.
Birtar eru siðareglur
Blaðamannafélags ís-
lands, útvarpslög sem
samþykkt voru á Alþingi
í maí árið 2000 og siða-
reglur auglýsinga. I bók-
inni er mikill fjöldi
mynda, bæði úr íslensku
fjölmiðlaumhverfi og af
erlendum toga.
216 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2011-7
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Steían Jón Hafstein
FLUGUVEIÐISÖGUR
Stefán Jón Hafstein
Þessi bók er í senn
þroskasaga fluguveiði-
manns og óður til vinátt-
unnar, náttúrunnar og
alls þess sem lífsanda
dregur. Stefán Jón Haf-
stein segir frá þroskaferli
sínum sem fluguveiði-
maður frá því hann var
smástrákur til dagsins í
dag. Inn í frásögnina
fléttar hann sögur af
fólki og veiðiskap, viður-
eignum við dyntótta
bráðina og hugleiðingar
um þá dásemd sem ís-
lenskar veiðiár eru. Bók-
ina prýðir fjöldi gullfal-
legra ljósmynda eftir
Lárus Karl Ingason.
236 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2124-5
Leiðb.verð: 4.290 kr.
101