Heimili og skóli - 01.08.1970, Síða 7
ing alls tiltæks mannafla komi til móts við
kröfu kvenna um jafnrétti við karla bæði
til menntunar og starfa. Og konan veit vel,
óháð þessu hagnýta sjónarmiði, að menntun
eykur víðsýni og eflir persónuþroska, og til
þess þroska á hún jafnan rétt og karlar.
Menntunarkrafa kvenna er því á allan hátt
í samræmi við samfélagsþróun og tíðar-
anda.
Sú menntun, sem nútímakonan keppir
eftir, er jafnframt ætluð sem undirbúningur
að vandasömu starfi. Hún vill fá að reyna
á hæfni sína og finna til gleði yfir afrekum
sínum, rétt eins og karlmaðurinn. Það er
því bágt að sjá, hvað gæti hindrað framsókn
konunnar til sambærilegrar afkastagetu og
sömu starfsréttinda og karlmenn hafa, —
ef ekki vceru þau ósýnilegu bönd, sem binda
hana við vöggu barnsins. Þau tengsl ráða
miklu um líf hennar allt og örlög. Þrátt fyr-
ir nútímalegt hugarfar sitt, á konan örðugt
með að losna við þann geig, að vaggan verði
köld, ef hún hættir að sinna henni, og barn-
ið muni þá sakna móðurhandarinnar mjúku,
sem létti þunga dagsins af litlum herðum á
svo undurljúfan hátt, að jafnvel tunga
skáldsins fær því ekki lýst.
Ollum má vera ljóst, að nútímakonan
stendur hér frammi fyrir miklum vanda.
Hún er tvímælalaust fær til flestrar þeirrar
menntunar, sem karlar sækjast eftir; einnig
getur hún unnið flest störf á við þá, ef hún
fær að einbeita kröftum sínum óskiptum.
En ef hún þarf að tvískipta sér, af því að
hún sinnir móðurhlutverkinu jafnframt, svo
sem henni er eðlislægt og áskapað, þá verð-
ur öll aðstaða hennar örðugri. Það er ekki
fágætt, að barn verði ungri konu, sem kepp-
ir að æðri menntun, til mikillar hindrunar,
og ekki gerir starf að námi loknu vægari
kröfur. Vegna þessara örðugu aðstæðna er
hætt við, að jafnréttið við karla til starfa
gildi fremur að formi til en í reynd og fram-
kvæmd. Þannig hefir það verið og er raun-
ar enn jafnvel hjá þeim þjóðum, sem þó
hafa komið lengst til móts við jafnréttiskröf-
ur kvenna.
III.
Þessi vandi kvenna er um leið vandi þjóð-
félagsins alls. Það er tímabært að gera sér
grein fyrir því, með hverjum hætti hann
verði leystur. Ef mæður eiga almennt að
ganga að störfum utan heimilis, á sama hátt
og karlar og hafa fulla samkeppnisaðstöðu
við þá, þá þarf óhjákvæmilega að létta af
þeim meginþunga uppeldisins. Við börnun-
um yrði þá að taka fólk, sem hefði uppeldi
þeirra að atvinnu. Uppeldisstarfið yrði þá
unnið beint á kostnað og ábyrgð hins opin-
bera og hver björgulega vinnandi kona yrði
að leggja fram sinn skerf til kostnaðarins í
formi skatta af tekjum sínum. Þetta er sú
völ, sem hver einstök móðir og þjóðfélagið
í heild stendur frammi fyrir. Ef þróunin
leiðir til þess, að hið opinbera taki uppeld-
ið alveg að sér og ræki hlutverk sitt vel, þá
má gera ráð fyrir að gætt verði allrar reglu-
semi, svo sem með næring og hreinlæti; en
viðmótið yrði í flestum tilvikum fremur
ópersónulegt, það yrði vaktavinna og fjölda-
afgreiðsla, — í það myndi vanta þá hlýju
og nærfærni, sem ástríkri móður er tamt að
veita barni sínu, án þess hún viti af því sjálf
eða geri sér grein fyrir, hversu mjög það
þarfnast hennar.
En börn þarfnast einmitt slíkrar hreiður-
hlýju, einkum meðan þau eru ung, en raun-
ar flest lengi fram eftir aldri. Þau þurfa að
HEIMILI OG SKÓLI
51