Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 14

Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 14
leyti sérstæðir, að þeir eru djarfari í tilraun- um sínum og leggja meira fjármagn í skóla- málin og í vaxandi mæli. Vísindastörf hafa þeir í hávegum. Próf og einkunnir. Tilhögun prófa og einkunnagjafa eru mjög til umræðu í Svíþjóð. Varla er hægt að segja að almenn ánægja ríki með það kerfi, sem nú er notað þar og er talið öruggt, að á næstunni verði gerðar á því breytingar. Endurskoðun á sænska prófkerfinu, hefur verið á dagskrá í landinu sl. 20 ár. Nefnd, sem að þessu hefur unnið álítur, að próf og einkunnagjafir skipi of stórt rúm í starfi skólanna. Því lagði hún til, að dregið yrði verulega úr einkunnagjöfum, sérstaklega á skyldunámsstiginu, og benti jafnframt á vaxandi möguleika á valfrelsi og ýmsu við- bótarnámsefni fyrir þá unglinga, sem eru duglegastir og áhugasamastir. Þetta gæti stuðlað að því að beina orku og athygli að virkum starfsaðferðum í námi og þar með til aukinnar menntunar, manngildis og upp- eldisgildis, fremur en til kapphlaups um beztu prófin. Reynt er nú að draga úr prófunum. Þó er enginn, sem vill leggja þau niður með öllu. Nokkuð mikið er um skriflegar æfingar og jafnvel talið að sums staðar sé um ofnotkun að ræða, sem trufli nemendur í námi. Loka- próf þekkjast ekki í sænskum skyldunáms- skólum. I stórum dráttum er einkunnagjöfin þessi: Aldrei eru gefnar einkunnir í 1. bekk barnastigsins. I 2.—5. bekk eru aðeins gefn- ar einkunnir að vori, í lok skólaársins, en ekki eftir próf. Kennarinn er ábyrgur að einkunn eftir kynni sín af nemandanum í starfi og skriflegum æfingum, sem átt hafa sér stað yfir veturinn. Einkunnir í þessum bekkjadeildum eru gefnar í öllum kennslu- greinum og auk þess gefinn vitnisburður í hegðun og reglusemi (þær einkunnir, fyrir eldri bekki, hafa þó verið nokkuð gagnrýnd- ar og komið til orða að afnema þær). Svip- að gildir um 6. bekk. Sænski einkunnastiginn er frá 0—5 og er 5 hæsta einkunn. Einkunnirnar verða að notast í heilum tölum og engir prófdómend- ur koma til. Þetta hefur verið gagnrýnt mjög, einkum á síðari árum. Sérstaklega það, að allt of lítið svigrúm fáist með þess- um einkunnastiga 0—5. Tökum dæmi: Miðlungsbarn hefur feng- ið 3 í einkunn. Hvenær á það barn skilið 4? Þetta er mikið vandamál og þama er á ferðinni nokkuð, sem kennararnir eru mjög óánægðir með, til viðbótar því, að ekki er samræmt milli deilda og kemur því fram mikið ósamræmi í þessari einkunna- gjöf og oft á kostnað góðra nemenda í úrvals deildum. I dugandi deildum verða oftast all margir að sætta sig við lélegri einkunnir, en ef þeir hefðu verið í lélegum deildum. Þetta kemur til af því, að kennarar raða nemend- um upp með hliðsjón af bezta og lélegasta nemandanum. Mjög góður nemandi getur dregið allan bekkinn niður. Þarna er mjög veikur punktur í einkunnagjöfina, en samt sem áður er þessi fyrirgjöf lögákveðin í Sví- þjóð og sænskir foreldrar hafa ekki síður en aðrir áhuga fyrir einkunnum barna sinna. í hegðun og reglusemi eru notaðir bók- stafir en ekki tölur. Takið eftir! Ekki má gefa lægri en úrvals einkunn í hegðun nema til komi samþykki skólastjóra. í 7.—9. bekk eru gefnar einkunnir rétt 58 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.