Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 18

Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 18
öllum eins langt áleiðis í námi og fært er, þá er ákveðinn hópur úr stofu A og annar hliðstæður hópur úr stofu B sendir inn í stofu C. Þar fá þeir námskeið í þeim við- fangsefnum í kennslugreininni, sem aðrir í deildunum hafa náð að tileinka sér, en þeir ekki. Stundum eru þó beztu nemendurnir sendir inn í stofu C og fá þá ofurlítið til við- bótar því, sem námskrá gerir hugsanlega ráð fyrir. Hliðarherbergin við stofu C eru skrifstofur kennaranna þriggja og svo lítil herbergi fyrir nemendur, sem þurfa að vinna í rólegheitum að ákveðnum verkefn- um. Þetta fyrirkomulag, að hafa 3 kennara handa tveimur deildum, er að sjálfsögðu dýrt, en hlýtur að gefa mikla möguleika á góðri kennslu. I skólanum eru, eins og áður segir, margir fyrirlestrasalir, þar sem gert er ráð fyrir að margar deildir komi saman og hlýði á fyrirlesarann. Við slíkar aðstæð- ur er einstaklingskennsla óhugsandi, en slík kennsluaðferð sparar vinnukraft. Menntaskólinn í Kungálv virtist stolt bæj- arbúa og það var blik í augum þeirra, þegar þeir sögðu okkur, að hann væri einn sá nýj- asti og fullkomnasti, sem til væri í Svíþjóð. TIL GAMANS Eitt sinn skeði það á vinnustað byggingarfé- lags hér í bænum, þegar einn af starfsmönnunum hældi sér mjög af kröftum sínum, að félagi hans, lítill og grannvaxinn, bauðst til að veðja við hann þúsundkalli, að hann gæti ekið því hlassi í hjól- 'börum frá vinnustaðnum, sem sá sterki gæti ekki ekið til baka. Sá sterki var ekki seinn á sér að taka tilhoðinu um veðmálið. Hjólhörurnar voru sóttar og sá litli sagði: — Jæja, karlinn, seztu nú upp í. Ef nokkurn tíma verður komið á jafnrétti karla og kvenna, tekur það karlmennina langan tíma að átta sig á hinum nýju réttindum sínum. Orðheppinn maður komst einu sinni svo að orði: — Þegar ég sé kvenfólk kyssast, dettur mér ávallt í hug glímumenn, sem takast í hendur áður en viðureignin hefst. Hún mætti vinkonu sinni á götunni. — Osköp er orðið langt síðan ég sá þig síðast, elskan, og hvað hatturinn þinn er sætur, hann klæðir þig bókstaflega betur og betur með hverju árinu sem líður. Frægur brezkur erkibiskup, hafði næturdvöl á heimili, þar sem konan var vön að fara snemma á fætur á morgnana, til að taka til morgunverð- inn handa fj ölskyldunni. Þegar erkibiskupinn vaknaði um morguninn, heyrði hann húsfreyjuna syngja við raust sálminn: „Hærra, minn Guð til þín.“ Gladdist biskup yfir guðrækni húsfreyju við morgunverðarborðið, hafði hann orð á því við hana. Húsfreyjan varð vandræðaleg, en þá gall við átta ára sonur hennar, sem sagði: — Hún notar hann við að sjóða, — þrjú er- indi fyrir linsoðin egg handa pabba og sex er- indi fyrir harðsoðin egg handa mér. 62 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.