Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 21

Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 21
mið skilmerkilega, er sennilegt að aðrir þátttakendur fallist á það, og skoðun þess, sem mest veit verði grundvöllur ákvörðunar skólastjórans. Línuna í tilraunum Solomon Asch var auðvelt að dæma hlutlægt, en samt höfðu hópáhrif í matinu yfirgnæfandi áhrif. Nem- andann er ekki auðvelt að dæma hlutlægt, hver og einn, sem um mál hans fjallar, sér ungmennið með sínum augum og þannig geta þátttakendur í ráðstefnunni haft ólíkar myndir í huga þegar þeir taka afstöðu. Samt er aðstaðan á nemendaráðstefnunni tiltölulega auðveld. Allir þátttakendurnir hafa þá sameiginlegu afstöðu, að þeir vilja nemandanum vel og óska einskis frekar en sú ákvörðun, sem tekin verður, verði hon- um til gagns. Mjög sjaldan blandast fjármál inn í ákvörðun á nemendaráðstefnu. Ef við nú í stað nemendaráðstefnu hugs- um okkur vinnustaðina, stóra eða smáa, sjá- um við, að málið verður mun flóknara. All- ir, sem vinna á vinnustaðnum hafa það sam- eiginlegt, að þeir vilja tryggja sér og fjöl- skyldu sinni sæmileg lífskjör með vinnu sinni. Þótt fagleg kunnátta hans eða hennar hafi mikil áhrif á gengi einstaklingsins á vinnustaðnum, vituni við, að sú kunnátta er ekki nægileg. Afstaða einstaklingsins til annarra í hópnum er mikilvæg bæði fyrir einstaklinginn, vinnufélagana og fyrirtæk- ið, sem hann vinnur hjá. Verði t. d. átök á vinnustað vegna launa eða af öðrum ástæð- um er samábyrgð og heiðarleg framkoma einstaklingsins til bæði vinnufélaganna og fyrirtækisins mikilvæg, og getur haft úrslita- áhrif á það hvort úr átökum verður, og ef þau brjótast út, er einnig mikilvægt hvernig menn snúast við lausn þeirra. Við hófum þessa hugleiðingu á því að ganga úr skugga um hvernig fullorðið, vel menntað fólk lét aðra hafa áhrif á sig í eins einföldu máli og mat á línulengd. Næst gengum við úr skugga um, að möguleikarn- ir til að meta skólanemanda hlutlægt voru í raun og veru mjög litlir. Að síðustu rétt gægðumst við inn í þá miklu flækju, sem atvinnulífið oftast er. Við höfum hinsvegar ekki drepið neitt á afstöðuna í sambandi hinna ýmsu stétta í þjóðfélaginu og heldur ekki á sambandið milli þjóða. Þegar við höfum lesið greinina til enda, gerum við okkur grein fyrir, að það er svo undramargt, sem við vildum vita meira um í mannlegum samskiptum. Eitt höfum við þó gert okkur ljóst og það er það, að áhrif hópsins á einstaklinginn eru gífurleg. Einstaklingurinn er alltaf í þeirri að- stöðu að þurfa að rísa gegn hugsuðum eða óafvitandi hópáhrifum. Þetta verður hann að gera þótt hann reyni ekki að lifa lífinu án þess að taka fullt tillit til annarra. Gamla íslenzka orðtækið „sá á kvölina, sem á völina“ verður æ réttara eftir því sem menn skyggnast inn í fleiri afkima fé- lagsfræðinnar eða hinnar félagslegu sál- fræði. Sennilega munu þeir afkimar freista margra hugsandi manna til könnunarferða á vettvang sálarlífsins á komandi tímum. — Ég get ekki haldið viðskiptavinunum í burtu frá yður, sagSi skrifstofumaSurinn viS forstjór- ann, þeir segjast allir verSa aS tala viS ySur. — Þá skaltu bara yppta öxlum og segja: — Þetta segja allir, þaS hrífur. Litlu síSar kom ung og la gleg kona á skrifstofuna. MaSurinn sagSi aS forstjórinn væri upptekinn. — En ég er konan hans. MaSurinn yppti öxlum og sagði brosandi: — Þetta segja þær allar. HEIMILI OG SKOLI 65

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.