Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 23
Vorið góða.
Hópvinna,
12 óra
stúlkur.
(Olíukrít,
100 sm. x
210 sm.
Mest vatnsliti og olíukrít, einnig þekju-
liti, klipppappír, svartkrít o. fl.
Er nemendunum örvun í að sjá myndir
sínar eða annarra sem veggskreytingu í
shólanum?
Tvímælalaust. Við höfum tekið þann hátt
upp, að skreyta skólann myndum eftir börn-
in, og þetta er þeim áriðanlega hvatning,
enda er þetta þeirra hús, þeirra vinnustað-
ur, þeirra annað heimili.
Fléttarðu teiknikennsluna daglegri
kennslu?
Eftir því sem hægt er. Þau hafa teiknað
efni úr náttúrufræði, íslandssögu o. fl., sem
þau eru að læra þá stundina. Ekki má
gleyma þjóðsögunum. Einnig er töluvert
teiknað úr atvinnulífi bæjarins, auk þess,
sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur-
inn, bæði í formi og litum.
Hvernig skaparðu börnunum hugmyndir
að teikningu?
A ýmsan hátt. Ræði við þau í fyrstu, hvað
þeim finnst nú skemmtilegast að teikna, og
reyni þannig að koma þeim á sporið, leið-
beini síðan um byggingu myndar og liti.
Annars verður að fara varlega í að leið-
rétta teikningar barna, svo ekki hljótist skaði
af. Alveg sérstaklega gildir þetta um yngri
börn. Fyrir mér er mestur vandinn þessi:
Hvenær á að leiðrétta og lagfæra, hvenær
ekki, hversu mikið eða lítið.
Hefurðu notað lifandi fyrirmyndir við
teiknikennsluna?
Ekki er það nú mikið. Þó man ég mjög
vel eftir því, að sl. vetur bað ég eina stúlku
í bekknum, sem ég vissi að átti upphlut að
hafa hann með sér. Hún klæddist honum hér
í skólanum, og síðan sat hún fyrir á miðju
gólfi, en börnin röðuðu sér í hring og teikn-
uðu, og árangurinn varð góður. Einnig kem
ég stundum með í skólann ýmsa hluti, blóm
o. fl. sem börnin síðan teikna.
Hvernig gefst að hafa hópvinnu í teikn-
ingu?
Mjög vel. Margar ágætis myndir hef ég
fengið á þennan hátt. Þetta er tilbreyting,
en hennar er þörf í allri kennslu, e. t. v.
mest af öllu. Góðir nemendur hjálpa þeim,
sem lakari eru, þeir aftur læra af hinum
duglegri á ýmsan hátt. Þannig læra þeir að
starfa saman að sameiginlegu viðfangsefni,
og að taka tillit hver til annars.
HEIMILI OG SKÓLI
67