Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 26
Síldveiðor og
síldorvinnslo.
Hópvinno, 11
óro drengir.
(Oliukrit,
100 sm. x
210 sm.)
|o©\ ! ** h 1 ... '• ♦" V'-T' ... t. . . .. . -JF
listamanna ættu fleiri aðdáendur meðal
skólabarnanna. Skólinn er annað heimili
þeirra yfir vetrarmánuðina og það heimili,
ekki síður en sitt eigið, eiga þau að taka þátt
í að móta og skapa undir leiðsögn hæfra
kennara. Lítil mynd á veggnum er eigand-
anum oft meira virði en langur kennslutími
og verður honum hvatning, sem getur varað
alla ævi.
I. Ú.
Til gnmnits
Kennslukonan hafði verið að segja börnunum
söguna af Nóa og örkinni.
— Jæja, börnin góð, sagði hún síðan, hvað
haldið þið nú að Nói hafi haft fyrir stafni á
meðan hann var í örkinni?
011 börnin þögðu.
— Við skulum gizka á það, sagði kennslukon-
an. Eg held nú að hann hafi verið að veiða fisk.
Haldið þið það sé ekki rétt?
— Nei, það getur ekki verið rétt, svaraði
lítill drengur.
— Hvers vegna? spurði kennslukonan.
— Vegna þess að hann hafði ekki nema tvo
maðka.
Sjóliðinn var í landi og skemmti sér konung-
lega. Hann var á balli og dansaði jitterbug við
eina litla og granna, henti henni frá sér og „greip ‘
hana aftur, eins og tíðkast í þessum dansi.
Á gólfinu var einnig virðulegur borgari með
sína ekta frú um 100 kíló og dansaði foxtrott.
Sjóliðinn var búinn að „slá“ borgarann þrisvar
sinnum með dömu sinni, og þegar þolinmæði
hans brast og hann pikkaði í bakið á sjóliðanum.
— Heyrðu góði, ef þú slærð mig einu sinni
oftar með dömunni þinni, þá skal ég svei mér
„rétta“ þér einn með minni!
Það var eitt sinn á þeim tíma, þegar bíóin voru
nýbyrjuð í Reykjavík, að það komu tveir menn
frá litlu útgerðarplássi á Suðurnesjum og þurftu
endilega að fara á bíó! Þeir sáu hasarmynd, og
þar var lögreglan að elta ræningja. Ræningjarn-
ir hlupu inn í hliðargötu, inn í kjallara og lög-
reglan fór framhjá. Þá standa Suðurnesjamenn-
irnir upp og kalla einum rómi:
— Þeir fóru ofan í kjallarann!
70
HEIMILI OG SKÓLI