Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 28

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 28
Námsmat og einkunnir tvennt ólíkt. Ef vel ætti að vera, þyrfti að skilgreina hér mörg hugtök, svo sem nám, hlutverk skólans, kennslu, uppeldi og menntun. Eg verð af mörgum ástæðum að sleppa öllu slíku, en nauðsyn ber þó til að fara fáeinum orðum um hlutverk námsmats. Eg legg áherzlu á að greina milli námsmatsins ann- ars vegar og hins vegar einkunna eða ann- arra aðferða að skilgreina niðurstöður námsmatsins fyrir nemendum og öðrum. í raun og veru er um að ræða tvo gjörólíka hluti, þótt tengdir séu í framkvæmd. Mönn- um hefur alla tíð verið ljós hvatningarmátt- ur sjálftengdra tilhneiginga (motiv erings- makten av ego-forbundne behov) og þeirri vitneskju verið beitt bæði í sjálfu lífinu og í skólunum. — Sérfræðingar nú á dögum eru flestir sammála um, að námsmatið sé nauðsynlegt til að auðvelda nám. Með því er aðeins óbeint átt við námshvatninguna (motiverings faktoren). Aðalatriðið er for- sögnin sjálf (prediksjon), sem gerir mögu- legt að fylgjast með og leiða (kontrollere) námsferlið (opplæringsprosessen) bæði hjá einstaklingum og hópum. Mitt álit á náms- mati er, að það sé einn þáttur kennslunnar og eitt helzta tæki skólans til að auðvelda kennurum og nemendum starf sitt. Gagnvart áheyrendum mínum vil ég taka fram, að ég geng út frá því sem gefnu, að svo gífurlega kostnaðarsamt fyrirtæki, sem skólar skyldunámsstigsins eru, endurspegli í markmiðum sínum, aðferðum og árangri, kerfisbundinn, hagnýtan og félagslega mik- ilvægan veruleika. Stjórn skóla og markmið er aldrei tilviljun. Skólinn er — og er ætlað að vera — mik- ilvægt þjóðfélagstæki til að dreifa upplýs- ingum og þekkingu í þeim tilgangi að ná félagslegum og efnahagslegum markmiðum. Enginn fær skilið það kerfi, sem liggur til grundvallar starfi skólanna, hvorki á skyldunámsstigi né í sérskólum og æðri menntastofnunum, nema hann skilji það samfélag, sem á bak við stendur og þá eink- um markmið og viðhorf ráðandi stétta og afla innan þess. Bollaleggingar um skóla- mál án þekkingar á gildisviðhorfum þjóðfé- lagskerfisins og valdaskiptingunni verða oft barnalegt hugsjónahjal og óskhyggja, sem því miður hindrar oft fremur en hitt raun- hæft endurmat á stöðu skólans í samfélag- inu. Eg geng út frá því sem staðreynd að þró- un þjóðfélagsins sé ójöfn í hinum ýmsu þátt- um þess. Eins og aðrar stofnanir þjóðfélags- ins getur skólinn einangrazt, staðnað eða á einhvern hátt orðið í ósamræmi við ríkjandi þróun og þörf bæði samfélagsins og ein- staklingsins. Þessa má víða sjá merki. En hver er aðstaða hins „námstrega“ nem- anda í skólum okkar nú til dags. Aðstöðn hans verður ekki lýst betur öðruvísi en þannig, að hún sé veik, hann stendur höll- um fæti. Misrétti nemenda í skólanum? Lítum á þessar einföldu spurningar. Er slakur árangur nemandans óhjákvæmileg afleiðing lélegra námshæfileika, eins og margir munu halda? Lélegur námsárangur er þá túlkaður sem óhjákvæmileg afleiðing líffræðilegra staðreynda. Endurspeglut' staða hans í skólanum að einhverju leyti þjóðfélagslega og efnahagslga nauðsyn r íkj- andi samfélagshátta? Er það þannig. að hinn námstregi verði að ganga í gegnum fé- lagslega og persónulega skólun til þes>* að geta gegnt minni háttar (inferior) siöðu, HEIMILI OG SKÓLI 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.