Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 30

Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 30
háð fyrir hönd þeirra nemenda, sem standa höllum fæti í almennum skólum. Eg tel, að endurnýjun á starfsháttum og markmiðum skólans sem stofnunar muni að verulegu leyti verða háð með hagsmuni hinna náms- tregu í huga. Gefa má gaum að því í þessu sambandi, að flestar þjóðfélagslegar og menningarlegar umbætur hafa hafizt sem harátta fyrir réttindum minnihlutahópa. Sérstaklega vil ég benda á það hér, að hinn duglegi og hæfi nemandi hefur einnig sín vandamál að glíma við vegna starfsað- ferða, sem tíðkast í skylduskólum. Hið al- menna fræðsluhlutverk kerfisins miðar að öðrum þræði að því að gera alla jafna og líka. Það verður svo aftur til þess, að af- burðanemendur fá ónóg viðnám fyrir hæfi- leika sína og verða á þann hátt ein tegund af undirmálshóp skólans (under-achievers). I fáum orðum mun ég nú víkja að þrem atriðum, sem ráða mestu um námsgengi allra nemenda og þá ekki sízt hinna náms- tregu. (Sökum tímaskorts er sleppt mörgum atriðum, sem nauðsyn væri að nefna, ef rök- styðja ætti sjónarmið mín að nokkru gagni.) Atriði neru: 1. greindin, 2. námsáhug- inn (motivasjon) og þarfir tengdar sjálfs- mynd (egoforbundne behov) og 3. kennar- inn. Greind í háu verði. Eg hef oft bæði í gamni og alvöru sagt nemendu mmínum á Islandi, að greind væri virðist öðrn fremur mótast af þeim þáttum vitundarstarfs, sem einkenna „syllogisma“ í rökfræði og orsaka-afleiðingatengsl í stærðfræði og raunvísindum. Þessi þáttur vitsmunalífsins er svo mikilvægur sökum þess, að í honum felst hæfni til að „objek- tivisera“ umhverfið, þar með talið aðra einstaklinga, menn og málleysingja. Á þenn- an hátt má með forsögn stjórna umhverfi sínu, einnig öðrum mönnum. í miskunnar- lausri lífsbaráttu er þetta ómetanlegur eig- inleiki og hefur gert manninn að herra jarð- arinnar. Það er greinilegt, að skólinn og samfélagið leggja höfuðáherzlu á þjálfun þessa þáttar vitsmunalífsins. Verkefni og vinnubrögð eru valin þannig að hlutbundin (objektiv) rökhugsun er úr- slita atriði við lausn þeirra. Þessi hæfileiki, sem og aðrir, er vafalaust að verulegu leyti arfgengur og virðist skiptast á einstakling- ana samkvæmt líffræðilegum erfðalögmál- um. I þessum skilningi er það óhrekjanlegt, að greindarforði mannkyns, bæði einstakl- ingslegur og samfélagsbundinn er takmark- aður og mun hlutfallslega alltaf verða það, þótt meðalgreindarstig manna kunni í rás þróunar að hækka verulega. Eitt af einföldustu lögmálum hagfræðinn- ar er, að verðmyndun fer eftir hlutfalli framboðs og eftirspurnar. Samkvæmt hag- nýtingu samfélagsins á vitsmunalífinu og lögmálum líffræðinnar er óhjákvæmilegt að greindarhæfileiki sé í háu verði. Rétt eins og í viðskiptalífinu gætir hér margvís' legra undantekninga og mótsagna, sem ekkí verður reynt að skýra. Einhliða áherzla sið- menntaðra þjóða á hlutbundna (objektiva) hugsun hefur, að mínu áliti, leitt til allt of einhliða áherzlu á þennan þátt vitsmuna- lífsins og að sama skapi til vanmats á sjálf- lægri (subjektiv), milliliðalausri lifun. í raun og veru er farið að líta á existential og sjálflæga tilveru sem blekkingu, eins koaar spegilmynd af veruleikanum. í raun og veru ætti skynsömu fólki ekki að leyfast að hafa neina beina tilfinningu af tilveru sinni! 74 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.