Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 39

Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 39
MARK WATERS: Sigarettur urðu mér að bunu Sígaretturnar urðu mér að bana. Eg komst í tæri við þær, þegar ég var nálægt 14 ára að aldri, stal nokkrum á hverjum degi úr pakka föður míns. Ég fékk ógleði af að anda þeim að mér en staðfestan sigraði. Eg fæddist í svolítilli vítisholu í Danvenport í Iowa 2. júní 1909. Þegar ég var 16 ára fluttist ég með fjölskyldu minni, þar á með- al 2 systrum, til Baltimore. Eg elskaði þá borg, hana gerði ég að heimkynni mínu. Ennþá átti ég ekki í neinum erfiðleikum með að útvega mér sígarettur. Ég stundaði ýms vafasöm störf eftir skólagönguna á dag- inn til að geta keypt þær og reyndi ýmsar tegundir. Mér fannst ég vera herjans karl en ég minnist þess ekki að nyti þess að reykja. Arið 1928 tóku skuggar kreppunnar að færast yfir. Vegna peningaleysis fór faðir niinn að telja sígaretturnar sínar og fylgjast nreð þeim, þá tók ég til að safna stubbum af götunni. Við bökuðum hráblautt tóbakið í ofni og undum það inn í umbúðapappír. Þetta voru hræðilegar sígarettur. Atvinna fyrir unglinga þekktist ekki, þess vegna ákvað ég að fara í sjóherinn, þá varð enrum munninum færra við matborðið og ég ' nt sent peninga heim. Mark Waters, sem lengi var fréttamaður hjá Honolulu Star-Bulletin, hóf síðustu sögu sína 27. janúar. Látum það vera dánarminn- ingu mína sagði hann sama dag, ef til vill bjargar hún einhverjum. Fjórum dögum seinna gerði hann síðustu leiðréttingarnar á henni. Fyrsta febrúar dó hann úr lungna- krabbameini í Drottningarspítalanum á Honolulu. Hér er hún síðasta sagan. Nú var enginn vandi að ná í sígarettur. Eg reykti 2 pakka á dag og saug mest- allan reykinn niður í lungun. Þegar 20 ára vist minni í sjóhernum lauk, fór ég í háskól- ann í North Carolina. Að loknu prófi fékk ég starf við San Diego sambandið. Kvöld nokkurt á leið út í bílinn minn fékk ég hálfgert aðsvif og slagaði út til vinstri. Eg hafði reykt stanzlaust allt kvöldið og fann að það var orsökin. Við Muriel, konan mín, reyndum að fara í bindindi, það stóð í viku. Eiginlega hafði ég ekkert yndi af reyk- ingunum, nema fyrstu sígarettunni að morgninum, annars naut ég þeirra aldrei. Bragðið í munninum á mér var eins og af fugladriti. Ég fékk lungnaþembu og varð andstuttur. Reykingarnar eyðilögðu matar- lystina. Eg kvefaðist jafnt og þétt. Árið 1956 reykti ég meira en nokkru sinni áður. Eg fór til Honolulu til að vinna hjá Star- Bulletin. í júní 1965 fór ég að fá magaveiki, og ég varð að fara á fætur á hálftíma fresti alla nóttina til að drekka mjólk og reykja síga- rettur. í september 1965 fékk ég óstöðvandi hósta. Eg varð hás og fann til nístandi sárs- ÍIEIMILI og skóli 83

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.