Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 42

Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 42
hagslega, að til þess að ljúka myndinni, varð ég að taka 100 þúsund króna lán út á hús- eign mína. Undirbúningur að þessari mynd hófst fyrir alvöru 1960 og myndatöku lauk 1961.“ Varð einhver ágóði af sýningu myndar- innar? „Já. Eftir fyrsta sýningarsumarið, var búið að greiða allar skuldir hennar. Frá upphafi var það ætlun mín, að ágóði mynda- sýninga yrði notaður til þess að greiða götu munaðarlausra barna og ungmenna. Um haustið 1964 var svo samin skipulagsskrá fyrir Hjálparsjóð œskufólks, staðfest af for- seta Islands og síðar prentuð í B-deild Stjórnartíðinda. Stjórn var kosin og skipuðu hana þeir: Gunnar Guðmundsson skóla- stjóri, séra Ingólfur Ástmarsson og ég. Stjórnin er skipuð til fjögurra ára í senn og hefur verið endurskipuð einu sinni.“ Hvenær var fyrst veitt úr sjóðnum? „Árið 1964. Þá lánaði sjóðurinn 100 þúsund krónur til stofnunar fjölskylduheim- ilis og veitti 7 börnum fjárstuðning.“ Hvað stendur í skipulagsskrá um fjárveit- ingar úr sjóðnum? „Þar stendur, að árlega megi veita í styrki það fé, sem aflast og vöxtum af eign sjóðsins.“ Hvernig horfir með fjármál sjóðsins? „Fjár hefur verið aflað með sýningu kvikmyndarinnar, tónleikum blindu bræðr- anna úr Vestmannaeyjum, happdrætti, tón- leikum í Háskólabíói og með sölu gjafa- bréfa í sambandi við sýningar á myndum úr „þorskastríðinu“, en þær hef ég sýnt og Eiríkur Kristófersson skýrt.“ Er safnað á hverju ári? „Eg hef farið árlega til fjársöfnunar síð- an 1963. En í sambandi við tekjur sjóðsins, 86 má einnig geta þess, að ríkissjóður hefur veitt sjóðnum styrk í þrjú ár. Fyrstu tvö ár- in 100 þúsund krónur, en 200 þúsund á þessu ári. Einnig hefur Reykjavíkurborg; veitt 50 þúsund króna styrk í tvö ár. Þá hef- ur sjóðurinn látið prenta minningarspjöld og sala þeirra gefið lítilsháttar fé. Margar og allmiklar gjafir hafa borizt. Við ferða- lög til fjársöfnunar, hefur mér verið það ómetanleg hvatning, hversu öll fyrirgreiðsla hefur verið ljúf og örvandi. Það telst til und- antekninga, ef tekið er gjald fyrir lán á sam- komuhúsi og þess eru nokkur dæmi, að greiðasölustaðir hafa ekkert tekið fyrir gist- ingu og mat, jafnvel þó að ég hafi verið víð fjórða mann.“ Hvað hafa margir fengið styrk úr sjóðn- um? „Alls 68 börn og mörg þeirra í meira en eitt ár. Nokkur dæmi eru til þess, að sama barnið hafi fengið styrk í 3—4 ár. Á síðasta ári nutu 18 börn styrkja úr sjóðnum og það, sem af er þessu ári, eru þau 17.“ Hver er höfuðstóllinn? „Um síðustu áramót voru eignir sjóðsins tæplega 21/2 milljón og vona ég að um naestu áramót nálgist hann 3 milljónir. Rétt er að geta þess, að sjóðstjórnin hefur verið fast- heldin á fé, en þó reynt að leysa vanda svo sem mögulegt hefur verið. Fjárhæð styrkja hefur oftast verið milli 10 og 30 þúsund. Við þökkum Magnúsi upplýsingarnar og óskum honum heilla í því göfuga og fórn- fúsa starfi, sem hann á vafalaust enn eftir að rækja um sinn. Hér eftir mun merkí hans tæpast falla, þó svo fari einhvern tírrra, að nýjar hendur haldi á lofti. L Ú. HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.