Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 43
BARNASKOLI
Barnaskóla Isafjarðar var sagt upp 30. maí sl.
Athöfnin fór fram í anddyri nýja skólahússins að
viðstöddu fjölmenni. Lúðrasveit skólanna lék
nokkur lög undir stjórn Olafs Kristjánssonar,
skólastjóra Tónlistarskóla Bolungarvíkur.
Skólastjóri barnaskólans, Björgvin Sighvatsson,
gerSi glögga grein fyrir starfsemi skólans á árinu,
og skýrSi frá niSurstöSum prófa. Undir barna-
próf gengu 69 ibörn. Þrjú þeirra náSu ekki lág-
markseinkunn í réttritun og/eSa reikningi.
Fastráðnir kennarar við skólann voru 13, auk
skólastjórans. Sumir þeirra gegna ekki fullu
starfi.
Þessir kennarar létu af störfum á sl. vori:
Áslaug Ármannsdóttir, Erla SigurSardóttir og
Margrét Óskarsdóttir.
/ þeirra stað voru ráðnir þessir kennarar:
Bergþóra Bergmundsdóttir, Helga Magnúsdóttir
og Hildur Eiríksdóttir.
Heilsufar var allgott þrátt fyrir inflúenzufar-
aldur, sem gekk yfir í janúar. Nokkur börn voru
frá námi um nokkra vikna skeiS sökum beinbrota,
er þau urSu fyrir í sambandi viS skíSaiSkanir.
Þessir gestir heimsóttu skólann á vetrinum:
Magnús SigurSsson, fyrrv. skólastjóri, sem ræddi
viS bömin og kennarana um HjálparsjóS æsku-
fólks, Björn Stefánsson, erindreki Áfengisvarnar-
ráSs og þrír fulltrúar Gídeonsfélagsins, en þaS
er félagsskapur kristinna verzlunarmanna, sem á
undanförnum árum hefur gefiS öllum 11 ára
börnum í landinu nýja-testamentiS.
í sambandi viS vígslu nýja skóláhússins bárust
skólanum margar góSar kveSjur og gjafir, m. a.
gaf íshúsfélag ísfirSinga hf. 20 þús. krónur til
kaupa á myndræmum og skyggnum. Lionsklúbb-
ur ísafjarSar afhenti viS þaS tækifæri skólanum
til afnota og vörzlu tæki til heyrnarprófunar, sem
klúbburinn gaf öllum skyldunámsskólunum á ísa-
firSi og í Eyrarhreppi.
ISAFJARÐAR
IsafirSi, 4. júní 1970.
Að venju voru haldnir tveir foreldrafundir
strax aS afloknu miSsvetrarprófi. Annar fundur-
inn ætlaSur foreldrum 7, 8 og 9 ára börnum, en
hinn foreldrum eldri barnanna. Foreldrafundir
þessir eru í formi einka- og trúnaSarviSræSna
milli viSkomandi kennara og foreldra. Árangur
slíkra funda hefur veriS mjög góSur og jákvæS-
ur, og er þaS samdóma álit beggja aSila, aS 'hér
sé um aS ræða æskilegt og raunhæft form á sam-
starfi heimila og skóla, sem líklegt sé til aS leysa
margháttaS vandamál og erfiSleika.
Á þessum tveim foreldrafundum afgreiddu
kennararnir samtals 275 viStöl.
Nemendafjöldi skólans var, samkv. haust-
skýrslu, alls 397 börn, 212 drengir og 185 stúlk-
ur. Bekkjardeildir voru 17.
Nemendur 7, 8 og 9 ára voru 203, en eldri nem-
endur alls 194.
Á sl. hausti var tekin upp 5 daga kennsluvika
í öllum bekkj ardeildum skólans, en undanfarin
ár hafa yngri deildirnar ekki mætt í skólann á
laugardögum. Þessi breyting hefur gefiS mjög
góSa raun. Nemendumir eru ánægSir og vilja
alls ekki taka upp laugardagskennsluna. Sama er
aS segja um afstöSu langflestra heimila, svo og
kennaranna. Kennsla hófst fyrr dag hvem en áS-
ur, eSa kl. 8,15 í staS 8,40. Frímínútur f. h. stytt-
ar í 5 mín., þó er einn 15 mín. nestistími f. h.
ViS þessa breytingu var unnt aS bæta viS einni
kennslustund á viku í bóklegum greinum hjá IV.,
V. og VI. bekk.
Sá ótti, aS börnin mættu ver en áSur aS morgn-
inum, eSa fengju minni svefn, reyndist ástæSu-
laus. Mæting sízt verri, og bendir flest til þess,
aS betur sé fylgzt meS því, aS börnin fari tíman-
lega í háttinn en áSur var.
Hinn 5. apríl sl. var flutt í 1. áfanga nýs skóla-
húss. Sá hluti hússins, sem nú er fullbúinn, er
Framhald á bls. 96.
IIEIMILI OG SKÓLI
87