Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 44

Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 44
Jóhannes Gnðmundsson, K E N N A R I Ml N NINGARORÐ Jóhannes Guðmundsson kennari á Húsa- vík andaðist á Sjúkrahúsi Húsavíkur 30. septmber sl. 78 ára að aldri. Jóhannes var fæddur 22. júní 1892 að Þórólfsstöðum í Kelduhverfi í N.-Þing. For- eldrar hans vorn Guðmundur bóndi þar Pálsson og kona hans, Sigurveig Jóhanns- dóttir. Jóhannes ólst upp hjá foreldrum sínum til 14 ára aldurs, er hann missti móður sína og heimilið leystist upp. Hann var alinn upp við lítil efni en vandist snemma mikilli vinnu og nægjusemi. Hann lærði það á æskuárum sínum að gæta ítrasta sparnaðar í hvívetna sem nauðsynlegt var, ef mögulegt ætti að vera að komast til mennta en snemma mun hugur hans hafa staðið til þess. Hann er í vinnumennsku næstu árin og keppir að því marki að safna sér fararefni, og veturinn 1911—12 stundar hann nám í Unglingaskóla Húsavíkur, er sveitungi hans, Benedikt Björnsson, hafði stofnsett. Síðan heldur liann til Akureyrar og sezt í Gagn- fræðaskólann og lýkur þaðan prófi 1914. A þessum skólaárum mun Jóhannes hafa þroskað með sér þá hæfileika, sem voru einkennandi í fari hans, hófsemi í hvívetixa og tryggð við þær hugsjónir, er hann vildi berjast fyrir. Næstu árin er Jóhannes farkennari í Eyj.a- firði og Kelduhverfi en 1917 ræðst hann kennari við Barnaskóla Húsavíkur og jafn- framt við Unglingaskóla Húsavíkur. Þá var hann búinn að taka ákvörðun um sitt ævi- starf. Hann kenndi við bamaskólann í 45 ár og jafnframt við unglingaskólann í 15 ái'. Jóhannes var frábærlega góður starfs- maður. Samvizkusemi var honum í blóð borin og mikil úrvekni. Hann setti sig ekki úr færi við að kynna sér nýjungar í starfi en hann var hreinskilinn og hreinskiptinrx og galt varhug við mörgum nýmælum, sem oft reyndust þá stundarfyrirbæri. En hann var fróðleiksfús og víðlesinn og fylgdist vel með til hinztu stundar. En trúmennsku hans var viðbrugðið. Um miðbik starfsævi sinnar átti hann við alvarleg veikindi að stríða. Þá var furðulegt hve hart hann lagði að sér til að sinna starfi sínu, og veit víst enginn nema hans nánustu, hve sú barátta hefur veríð erf- 88 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.