Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 45

Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 45
ið. Aldrei lét hann sig vanta svo fremi að hann hefði fótavist. Eg er einn þeirra mörgu, sem naut kennslu Jóhannesar, en hann var minn aðalkennari í barnaskóla. Mér er hann mjög minnisstæð- ur sem kennari. Eg sé hann Ijóslifandi fyrir mér er bekkurinn situr þögull við vinnu en hann liallar sér upp að kennaraborðinu og segir eina af sínum fjölmörgu sögum. Frá- sögn hans var viðbrugðið. Hann náði svo algjörum tökum á nemendahópnum að um- hverfið fjarlægðist og hver nemandi var orðinn þátttakandi í lífi sögupersónanna. Hann endursagði heil skáldverk hinna þekktustu meistara. En sögurnar höfðn all- ar ákveðið markmið, að bæta manninn, inn- prenta honum hófsemi og prúða framkomu, drenglyndi og síðast en ekki sízt sannleika. En þó sögurnar væru vinsælar var ekki gef- ið eftir í náminu. Þar sagði til sín samvizku- semi hans. Enda fylgdist liann vel með því að það væri numið sem læra átti. Ég held að flestum nemendum Jóhannesar sé þannig farið að þeim hafi þótt meira og meira til hans koma eftir því sem þroski þeirra sjálfra óx. Jóhannes gaf sig mikið að félags- málum. Hann var félagshyggjumaður og markaði sér stöðu með þeim sem beita vildu félagslegum átökum til úrbóta í samfélag- inu. Hann hreyfst snemma af góðtemplara- reglunni og barðist ótrauður fyrir bindindi eins og raunar öðru er hann áleit samferða- mönnunum fyrir beztu. Hann stóð í fylking- arbrjósti bindindismála á Húsavík frá því hann hóf þar störf og til dauðadags. Var hann um skeið æðstitemplar stúkunnar Þing- ey og varagæzlumaður barnastúkunnar Pól- stjarnan frá stofnun. Stúkan Pólstjarnan varð 26 ára nú í haust og er Jóhannes eini félaginn sem þar hefur starfað öll árin. Jó- hannes gerðist snemma baráttumaður í Al- þýðuflokknum og var í stjórn hans. Það mun ekki hafa verið vel séð af öllum ,,heldri“ borgurum bæjarins að barnakennarinn skyldi gerast forystumaður verkamanna, en hann var um skeið formaður Verkamanna- félags Húsavíkur. En á þeim vettvangi sem annars staðar var hann ótrauður að berjast fyrir hugsjónum sínum og því sem hann taldi rétt horfa. Hann átti sæti í hreppsnefnd Húsavíkur um 12 ára skeið frá 1922—34. Hér hefur lítillega verið drepið á félags- málastörf Jóhannesar en er þó ótalið starf hans að félagsmálum kennara í Þingeyjar- sýslu og á Norðurlandi, en hann átti sæti í stjórn Kennarafélags S.-Þing. frá 1940— 1962 og í stjórn Kennarasambands Norður- lands 1944—46 og 1950—52. Hann lét sér mjög annt um félagsmál stéttarinnar. Hann var ötull við að sækja hverskyns kennaramót í fjórðungnum og flutti þar fjölmörg erindi, einkum um upp- eldismál en ég hygg, að það hafi verið sú hlið kennslustarfsins er hann hafði mest dá- læti á. Þess er áður getið hve vel Jóhannes liefði notið sín, er liann sagði nemendum sög- ur en þetta átti ekki síður við er um ljóð var að ræða. Sjálfur var hann gott skáld þó hann fiíkaði því ekki mikið. Nokkur kvæða hans munu þó hafa birzt á prenti. Einnig fékkst hann við þýðingar og hafa sum verka hans verið flutt í útvarpi. Einkum voru ritstörf hans þó fólgin í blaðagreinum og trúlega mest um skóla- og uppeldismál. Auk kennslustarfa sinnti Jóhannes mörg- um trúnaðarstörfum auk félagsmála. Hann var um langt árabil vegaverkstjóri aðallega á Norðurlandi en þó einnig á Austurlandi. Aðbúnaður þeirra er vegavinnu stunduðu á þeim árum mun ekki alltaf hafa verið fýsi- HEIMILI OG SKOLI 89

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.