Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 50

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 50
c) Þjóðsaga um Völvuleiðið. (Kennarar sá um þessa þætti.) Frá Tjarnargerði var haldið að Torfu- fellsá. Steinum safnað á eyrunum við ána en þar má meðal annars finna liparit, bik- stein, topaz og mjög einkennileg afbrigði af grjóti. Síðan var haldið upp með ánni, en þar í gljúfrunum er stuðlabergsmyndun. Gengið var upp á Sjónarhól, sem er bezti útsýnisstaðurinn á þessum slóðum. Þaðan er mjög víðsýnt fram til Villingadals og út um sveitina. Frá hólnum var haldið út í skógræktar- girðinguna í Leyningshólum og komið þang- að kl. 1—2 e .h. Þar var borðað og síðan skiptist liðið í hópa, þannig að tveir flokkar söfnuðu plöntum en hinir tveir flokkarnir fóru með Hallgrími Indriðasyni, er ræddi við hörnin um gróðurverndun, gróðureyð- ingu og áhrif vatns og vinda á grjót og jarð- veg. Dæmi um þetta blasa við augum allra, sem í Leyningshóla koma, svo staðurinn er mjög vel fallinn til þessara athugana. Eftir hæfilegan tíma skiptu flokkarnir um verkefni. Oftast var farið í einhverja leiki í Leyn- ingshólum. A heimleið úr Leyningshólum var aftur stanzað á Vatnsenda og gömul bæjarhús, sem ekki eru notuð lengur, og gömul hest- hús, tóft og fjárhús skoðað. Þar var börnun- um kynntur sá búskapur, sem algengur var hjá miðlungsbændum á fyrri öld og framan af þessari. Sú skoðun gaf aðra mynd af lifn- aðarháttum alþýðufólks en skoðun byggða- safna á stórbýlum, svo sem Glaumbæ eða að Laufási, þótt þau séu á sinn hátt mjög þörf og merkileg. Því miður vannst ekki tími til að fara með alla bekkina að þessum byggingum. 94 Flokkarnir komu aftur heim að Hólavatni kl. 5.30—6.30 e. h. og var tíminn fram að kvöldverði jafnan notaður til þvotta og fata- skipta. Kvöldverður var kl. 7 e.h. og strax að honum loknum var farið að ganga frá plönt- um í þurrk. Þegar því var lokið hófst kvöldvaka, sem stóð oftast til klukkan rúmlega 10 e. k. Eftir kvöldvökuna var gengið út og dag- skránni lauk með helgistund upp við Hóla- vatn. Stóðu þá allir með logandi kerti í hönd- um og svo kyrrt var öll kvöldin að gerigið var með logandi ljósin heim að skála, en það voru þó urn 200 metrar. Þessar helgistundir verða börnunum áreiðanlega minnisstaeðar. Þegar heim kom fengu börnin kvölddrykk og síðan gengu þau til náða. Eins og sjá má að framan var mikið starf- að þennan fyrsta dag, enda mjög auðvelt að koma öllum í kyrrð og ró. 2. dagur. Fótaferð var kl. 8, síðan þvottur og ræst- ing. Morgunverður var borðaður kl. 9 og síðan var fáninn dreginn á stöng og þar næst fóru fram leikir og íþróttir. Þennan dag var mikið unnið í tjöldunum, skrifuð dagbók fyrsta dagsins, föndrað úr laufi og grjóti, gróður í nánd við skálann skoðaður, gerðir uppdrættir af fjárrétt, sem er ekki langt frá skálanum, róið um vatnið, farið í margs konar íþróttakappleiki o. s. frv. Síðari hluta þessa dags kom Karl Hjalta- son, handavinnukennari skólans, í heimsókn og hafði með sér ágæta seglbáta og vélknú- in skip eins og þau, sem drengirnir smíða í skólanum. Nokkuð af flotanum voru smíðis- HEIMILI OG SKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.