Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 14

Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 14
er og hvenær sem er á æviskeiðinu. Aðstaða til náms hefur verið mjög misjöfn, einnig þroski manna og námslöngun. Hefur mörg- um sviðið það sárt að eiga þess engan eða lítinn kost að komast síðar inn á námsbraut- ir, sem hugur þeirra stendur til eða myndu bæta aðstöðu þeirra á vinnumarkaðinum. Með lengingu skólaskyldu breikkar 1 íka bil- ið á milli aldursflokka eftir því hve langrar frummenntunar þeir nutu og þeim fjölgar, sem þurfa að bæta við sig námsáföngum til að standa jafnfætis þeim yngri, þegar þeir vilja tileinka sér frekari þekkingu. Því er nauðsynlegt að fullorðinsfræðsla sé jafn rétthá frummenntun, þ. e. að námsmat eða próf, sem aflað er með þeim hætti séu jafn- gild þeim, sem frummenntunin veitir. Ollum mun ljós þörf endurmenntunar — nánast símenntunar — í fjölda starfsgreina vegna breyttrar tækni og starfsaðferða. Því hafa launþegar og vinnuveitendur þegar svarað að nokkru með námskeiðahaldi í ýmsum greinum, en augljóst er, að ef við eigum að standast samanburð í starfsleikni við aðrar þjóðir, þá verðum við að vera mjög vel á verði um að gefa fólki nauðsyn- leg tækifæri til menntunar. Segja má að þörfin fyrir þessar tvær greinar fullorðinsfræðslunnar, hliðstæðu frummenntunar og starfsmenntun, sé svo augljós, að fyrir henni þurfi lítt að tala. En þegar kemur að því, sem í frv. er flokkað undir frjálst nám og frístundamenntun kann einhver að segja, að óþarft sé að verja al- mannafé til þess, sem fólk nemur sér til gamans og afþreyingar. Að mínu mati er Frá námskeiði kennara. 8 - HEIMILI OG SKÖLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.