Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 19
ur þáttur menntunar. -— Þetta nýja viðhorf
birtist einna Ijóslegast í því að í vitund
manna var að fæðast nýtt hugtak, sem skýra
átti hvað til grundvallar lægi. Ogreinilegt
og hikandi var þetta hugtak eða hugtök, því
þau áttu eftir að verða þrjú áður en lyki.
En það sem varð til á sjálfri ráðstefnunni í
Montreal og gaf stefnubreytinguna til
kynna var hugtakið ævimenntun, life-long-
education, eða svo notuð sé lengri mynd
þessa hugtaks, life-long intergrated educat-
ion, ævimenntun felld með eðlilegu móti
inn í störf manna og atvinnu svo að úr yrði
samræmd og samfelld heild. — Margt varð
til þess að skapa þetta nýja menntunarhug-
tak svo og hin tvö er hliðstæð voru, — hug-
tak Evrópuráðsins, sem tók einnig að fjalla
um fullorðinsfræðslu, en það var hugtakið
Permanent Education, stöðugt áframhald-
andi þáttur menntunar og loks hugtak Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar, O.E.C.D.
Recurrent Education, menntun sem á sér
stað aftur og aftur, símenntun hefur þetta
hugtak Efnahags- og framfarastofnunarinn-
ar O.E.C.D. verið kallað á íslensku. —
Margt varð til þess að skapa þessi mennt-
unarhugtök og verður fátt rakið hér. Eftir-
farandi er augljóst: Ný tækni hafði bylt at-
vinnulífi margra landa og haft í för með
sér umturnun félagslega og efnahagslega.
Þróuðustu samfélögin voru að hverfa frá
frumstigi iðnvæðingarinnar, industrialism-
ans, til síðara stigs iðnvæðingar, sem stund-
um er kallað superindustrialismi, frá iðn-
aðarsamfélaginu til þjónustusamfélagsins
eins og þessi umskipti hafa líka verið skil-
greind. Við þessar umturnanir misstu tugir
og jafnvel hundruð þúsunda atvinnu sína og
það oft á tíðum atvinnu, sem menn höfðu
búið sig undir með löngu bók- og verknámi.
Hér þurfti að fara fram endurmenntun.
Skapa þurfti hinum mikla fjölda ný tæki-
færi að búa sig undir önnur störf er buðust
og það oft á tíðum störf sem áður þekktust
ekki og hin nýja tækni hafði búið til beint
eða óbeint. — Önnur meiri háttar breyting
sem orðið hafði á 6. áratugnum frá 1950—
1960 eða milli hinna tveggja ráðstefna var
hin ótrúlega þekkingarbylting sem átt hafði
sér stað, ef taka mætti svo furðulega til
orða. Menn höfðu fyrir satt að á hálfri öld,
frá aldamótum til 1950 hefði þekkingar-
forði mannkynsins tvöfaldast og þóttu firn
mikil. En hvað sögðu menn þá um hitt er
talið var sannleikanum samkvæmt að þekk-
ingarforðinn hefði aftur tvöfaldast og það
aðeins á 10 árum frá 1950—1960? — Sýni-
legt þótti að svo væri sem skriðu hefði verið
hleypt af stað og hér væri verið við upphaf
nýrrar þróunar en ekki ris eða endalok.
Afram myndi þekkingarforðinn halda á-
fram að tvöfaldast og tíminn, sem það gerð-
ist á, verða styttri og styttri. — Til allra
þátta þekkingar og starfa myndi aukningin
ná, og meira hefði aukningin þegar náð og
þannig myndi þetta halda áfram. Af þessu
leiddi einfaldlega að hver einasti maður
yrði að ætla sér ákveðinn tíma á vissu ára-
bili til að endurnýja þekkingarforða sinn
svo að hann stæði raunverulega í stað að
því er hæfni og kunnáttu snerti. Hér hlyti
til að koma mikil og margþætt fullorðins-
fræðsla, sem væri í nánum tengslum við
atvinnulíf og efnahagsafkomu. — Þá var í
þriðja lagi aukning frítímans og stytting
vinnutímans í mörgum löndum mikil eggj-
un að auka möguleika manna til menntun-
ar og gera þeim kleift að njóta annarra og
fjölbreyttari menningarþátta en verið hafði.
Það sagði sig sjálft að áhrif Montreal-
HEIMILI OG SKOLI
13