Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 24
menntamálaráðuneytisins og Sambands
íslenskra sveitarfélaga með hliðsjón af til-
lögum ýmissa aðila, er standa að fullorð-
innafræðslu.
Jafnframt verði þróuð kennslugagna-
stofnun ríkisins, er fullorðinnafræðsla eigi
aðgang að til jafns við hið lögbundna skóla-
kerfi (sbr. 18. gr.).
g. Menntamálaráðuneytinu verði heimil-
að að starfrækja fullorðinnadeildir á veg-
um skóla framhaldsstigsins, enda veiti þær
fræðslu hliðstæða frummenntun, einnig á
sviði verk- og tæknimenntunar, og kostnað-
ur greiddur á sama hátt og við hliðstæða
frummenntun. Þess verði gætt að ákvarða
aldursmark til inngöngu í slíkar deildir, að
ekki verði stofnað með þeim til óeðlilegrar
samkeppni við venjulega skólagöngu ung-
menna, til dæmis miðað við 21 ár sem lág-
marksaldur.
h. Til stuðnings við starfsmenntun full-
orðinna, sem þegar eru í starfi á vinnu-
markaðinum, veitir ríkið almenna stefnu-
markandi forystu og aðstoði við: að koma
á sérstökum námskeiðum í samvinnu við
starfsmannasamtök og fræðslu innan náms-
flokka og með öðrum hætti. Ríkið greiði
kostnað vegna stjórnunar og skipulagningar
slíks náms, stuðli að útgáfu námsefnis og
launi sérhæfða kennslukrafta að vissu marki
(sbr. c.-lið), en á móti komi greiðslur frá
starfsrnannafélögum og úr atvinnuleysis-
tryggingarsjóði, sbr. 24. gr. laga um at-
vinnuleysistryggingar nr. 57/1973, þar
sem segir:
„Stjórn sjóðsins er heimilt að veita þátt-
takendum í viðurkenndum starfsþjálfunar-
námskeiðum styrk, sem nema má allt að því
jafnhárri fjárhæð og atvinnuleysisbætur eru
samkvæmt 18. gr. a, fyrir hvern þátttakanda
í slíkum starfsþjálfunarnámskeiðum að við-
bættri þátttöku í ferðakostnaði og öðrum
óhjákvæmilegum útgjöldum þátttakenda.“
Ekki teldum við heldur óeðlilegt, að
fræðslusjóðir eða hliðstæðir sjóðir laun-
þegasamtaka léttu undir með félagsmönn-
um með styrkveitingum eftir efnum og
ástæðum til að eiga kost á fræðslu á slíkum
námskeiðum og til þátttöku í öðrum grein-
um fullorðinnafræðslu.
Eðlilegt sýnist, að félagsmálafræðsla fyr-
ir launþega verði tengd námsflokkastarf-
semi á hverjum stað, enda eigi launþega-
samtök aðild að stjórn námsflokka eins og
síðar verður að vikið. Gæti slík skipan
komið í staðinn fyrir sérstakan félagsmála-
skóla launþega á vegum ríkisins, sem hug-
myndir hafa komið fram um, en stuðningur
hins opinbera við félagsmálafræðslu komið
inn í námsflokkakerfið með öðrum hætti.
Kostnaður af starfsþjálfun fullorðinna í
beinum tengslum við atvinnurekstur og
vinnustaði ætti hins vegar að greiðast af at-
vinnurekendum einum eða samtökum
þeirra, þótt ríki og stjórn námsflokka á
hverjum stað gæti aðstoðað við skipulagn-
ingu. I þessu sambandi tala höfundar frum-
varpsins í greinargerð (bls. 24 efst) um
þau markmið, „ . . . að fræðslan komi að
notum og verði bæði til að efla atvinnulífið,
tryggja persónuþroska og verkmenningu og
auka ábyrgðartilfinningu og skapa greiðari
og meiri upplýsingamiðlun milli allra
þeirra, sem sameiginlegra hagsmuna hafa
að gæta . . .“ Sýnist eðlilegt, að atvinnu-
rekendur beri einir kostnað af fræðslu, sem
þannig er beinlínis ætlað að þjóna hags-
munum atvinnurekstursins, og á meðan
hljóta starfsmenn að eiga rétt á að halda
óskertum launum.
18
HEIMILI OG SKÖLI