Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 28

Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 28
H. C. WILTSHIRE: OPNI HÁSKÓLINN Opni háskólinn er nýr breskur háskóli sem tók til starfa í janúar árið 1971. Hann er rekinn með beinni fjárveitingu frá menntamála- og vísindaráðuneytinu en ekki eins og venja er með fjárveitingum af- greiddum af nefnd þeirri er annast fjárveit- ingar til háskóla. Þessi skóli er eins og nafn- ið bendir til opinn öllum sem orðnir eru tuttugu og eins árs eða eldri. Kröfur um undirbúningsmenntun eru engar. Nemend- ur ljúka háskólaprófi með því að safna einingum i námskeiðum á lengri eða skemmri tíma eftir þörfum hvers og eins. Kennt er með margmiðla kerfi, sem styðst allt í senn við bréfaskipti, sjórrvarps- og útvarpssendingar auk beinnar kennslu. — Hann munu sækja um það bil fjörutíu þús- und nemendur á fyrstu háskólastigum, og þeir stunda bann í hjáverkum, en hann gæti hæglega sinnt miklu meiri fjölda. Opni háskólinn er að þessu leyti, þ. e. a. s. hvað snertir frjálsa innritun, námseiningar, margmiðla kennslu og stærð, óvæntur gest- ur í kyrrlátum heimi æðri menntunar í Bretlandi. Hann hefur vakið athygli al- heims þar eð hvergi annars staðar hefur slík braut verið rudd óháð starfandi stofn- unum ásamt svo róttækri endursmíð náms- * Höfundur greinarinnar er háskólakennari við Nottingham-háskóla í Bretlandi. brauta og námskeiða auk fullkominnar samhæfingar á hinum mismunandi þáttum kennslunnar. Geta má að vísu um svipaða en ekki eins gagngera þróun í margmiðla kennslu annars staðar einkurn í Japan en starfsemi stofnana eins og NHK Gakuen inenntaskólans þar er þekkt og virt um heim allan. Hér á eftir mun í stuttu máli gerð grein fyrir tilhögun lokaprófa og kennslu- kerfi, nemendum og starfsemi fyrsta árs- ins. Loks verður fjallað um uppruna og hlutverk opna háskólans á sviði breskra menntamála. Tilhögun á háskólagráðum og námskeiðum Opni háskólinn býður í fyrstu fjögur undirstöðunámskeið, en hvert um sig er al- menn, fjölgreina kynning á starfi í háskóla- deildum þeim er fjalla um bókmenntir og listir, félagsfræði, stærðfræði og raunvís- indi. A öðru ári bætast við tvö ný námskeið og deildir, þ. e. a. s. í tæknifræðum og kennslufræðum. Hvert undirstöðunámskeið tekur eitt skólaár og jafngildir einni há- skólaeiningu. Að loknum undirstöðunám- skeiðum taka við sérhæfðari námskeið á öðru, þriðja og fjórða ári, en hvert þeirra endist eitt skólaár og svarar einnig venju- lega til einnar einingar. Nemendur geta valið og tengt saman námskeið að vild en með nokkrum takmörkunum þó sem ætlað 22 - HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.